Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 10. apríl 2025 10:46 Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun