Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 20:42 Sálfræðingurinn Briony og táningurinn Jamie takast á í þriðja þætti Adolescence sem má kalla krúnudjásn seríunnar. Netflix Viðræður eru hafnar á milli Plan B Entertainment, framleiðslufyrirtækis Brads Pitt, og leikstjórans Philip Barantini um það sem gæti orðið önnur þáttaröð af geysivinsælu framhaldsþáttaröðinni Adolescence. Þættirnir Adolescence voru frumsýndir á Netflix um miðjan síðasta mánuð og urðu samstundis vinsælustu þættir veitunnar. Mikið umtal skapaðist í kringum þættina, sérstaklega um snjallsímanotkun barna og þann dulda heim sem birtist á samfélagsmiðlum barna sem foreldrar hafa jafnvel enga hugmynd um. Forstjórar Plan B, Dede Gardner og Jeremy Kleiner, sögðu við miðilinn Deadline að þau væru byrjuð að ræða við leikstjórann Philip Barantini um „næstu útgáfu“ þáttanna. Þar sagði Gardner að þau væru að hugsa hvernig hægt væri að „víkka ljósopið, halda tryggð við erfðaefni þeirra og ekki vera endurtekningarsöm.“ Hún vildi þó ekkert gefa frekar upp um áætlanir framleiðslufyrirtæksins, hvorki hvort þættirnir yrðu beint framhald fyrstu þáttaraðarinnar eða myndu vera sjálfstætt framhald. Kleiner sagðist vona að Jack Thorne, handritshöfundur fyrstu þáttaraðarinnar, og Stephen Graham, meðhöfundur þeirra og einn aðalleikaranna, myndu vera með í framhaldinu. Gagnrýnandi Vísi fjallaði um Adolescence fyrir skömmu og gaf þáttunum fullt hús. Landlæknir lagðist gegn sýningu í skólum Nýlega var ákveðið í Bretlandi að Adolescence yrðu sýndur í grunnskólum til að efla forvarnir og auka meðvitund. Hérlendis lagðist Landlæknir gegn þeirri hugmynd þar sem það teldist ekki gagnleg forvörn. Nálgunin hefði ekki verið gagnreynd, kennarar væru ekki í stakk búnir til að takast á við viðbrögð sem gætu vaknað og það að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmdist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Ótti, skömm og sjokk myndu heldur ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hefðu endurtekið sýnt að slíkar aðferðir væru ekki gagnlegar og gætu valdið skaða. Bretland Hollywood Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Þættirnir Adolescence voru frumsýndir á Netflix um miðjan síðasta mánuð og urðu samstundis vinsælustu þættir veitunnar. Mikið umtal skapaðist í kringum þættina, sérstaklega um snjallsímanotkun barna og þann dulda heim sem birtist á samfélagsmiðlum barna sem foreldrar hafa jafnvel enga hugmynd um. Forstjórar Plan B, Dede Gardner og Jeremy Kleiner, sögðu við miðilinn Deadline að þau væru byrjuð að ræða við leikstjórann Philip Barantini um „næstu útgáfu“ þáttanna. Þar sagði Gardner að þau væru að hugsa hvernig hægt væri að „víkka ljósopið, halda tryggð við erfðaefni þeirra og ekki vera endurtekningarsöm.“ Hún vildi þó ekkert gefa frekar upp um áætlanir framleiðslufyrirtæksins, hvorki hvort þættirnir yrðu beint framhald fyrstu þáttaraðarinnar eða myndu vera sjálfstætt framhald. Kleiner sagðist vona að Jack Thorne, handritshöfundur fyrstu þáttaraðarinnar, og Stephen Graham, meðhöfundur þeirra og einn aðalleikaranna, myndu vera með í framhaldinu. Gagnrýnandi Vísi fjallaði um Adolescence fyrir skömmu og gaf þáttunum fullt hús. Landlæknir lagðist gegn sýningu í skólum Nýlega var ákveðið í Bretlandi að Adolescence yrðu sýndur í grunnskólum til að efla forvarnir og auka meðvitund. Hérlendis lagðist Landlæknir gegn þeirri hugmynd þar sem það teldist ekki gagnleg forvörn. Nálgunin hefði ekki verið gagnreynd, kennarar væru ekki í stakk búnir til að takast á við viðbrögð sem gætu vaknað og það að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmdist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Ótti, skömm og sjokk myndu heldur ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hefðu endurtekið sýnt að slíkar aðferðir væru ekki gagnlegar og gætu valdið skaða.
Bretland Hollywood Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira