Maðurinn sendi skíðagöngustjörnunni bréf, fjölda skilaboða og beið fyrir utan heimili hennar. Hann fékk dóm í Ångermanland dómstólnum i Svíþjóð.
Expressen segir að maðurinn hafi reynt að komast að henni í æfingabúðum sem og á heimili hennar í Sollefteå.
Hann var því að fylgja henni eftir út um alla Svíþjóð en auk þess reyndi hann að hringja í hana yfir tvö hundruð sinnum. Hann sendi líka fjölda smáskilaboða.
Í dómnum kemur meðal annars fram að maðurinn geri sér nú fulla grein fyrir því að Karlsson vilji ekkert með hann hafa. Þar kemur líka fram að maðurinn hafði ekkert illt í huga en var að vonast eftir því að verða viðskiptafélagi Karlsson.
Maðurinn hafði áður fengið nálgunarbann en tók ekkert mark á því. Hann hefur verið í hald lögreglu síðan 21. febrúar að bíða eftir niðurstöðu dómarans.
Hann fékk skilorðsbundinn dóm í tvö ár og þarf einnig að greiða fjörutiu þúsund sænskar krónur í bætur sem gera um 523 þúsund íslenskar krónur.