Handbolti

Óðinn Þór byrjaði úr­slita­keppnina með stæl

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór kom, sá og sigraði.
Óðinn Þór kom, sá og sigraði. @ehfel_official

Óðinn Þór Ríkharðsson var að venju markahæstur þegar Kadetten hóf úrslitakeppni efstu deildar karla í handbolta með glæstum sigri á Wacker Thun, lokatölur 34-23.

Um var að ræða fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Ef til vill hefði Kadetten unnið án íslenska hornamannsins en sigurinn hefði ekki verið jafn öruggur.

Óðinn Þór skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum og var markahæstur allra á vellinum.

Í efstu deild Danmerkur átti Donni, Kristján Örn Kristjánsson, stórleik fyrir Skanderborg AGF sem mátti þola eins marks tap á útivelli gegn Ringsted, lokatölur 31-30. Donni var markahæstur með 9 mörk. 

Skanderborg AGF er í 3. sæti með 31 stig þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Að henni lokinni fara efstu 8 liðin í úrslitakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×