Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 18:57 Sagan segir að á gosskeiðum Reykjanesskagans verða flest eldstöðvakerfi skagans virk. Vísir/Vilhelm Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldsumbrot, jarðskjálftar og sprunguhreyfingar voru teknar fyrir. Sagan segi okkur að á gosskeiðum Reykjanesskagans verði flest eldstöðvakerfi skagans virk. Því þurfi að aðlagast nýjum veruleika. Nú vinni Veðurstofan að áhættumati fyrir Reykjanesskaga og segir að höfuðborgarsvæðið sé í forgangi í því verkefni. Skipulagsslys geti ýtt undir náttúruvá Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur og einn höfundur skýrslunnar, ræddi innihald hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar benti hún á að skýrslan væri í raun liður í enn stærra verkefni. Hún sagði að með góðu skipulagi væri hægt að koma í veg fyrir mikið tjón. „Við þurfum að reyna allt sem við getum til að skoða hvar eru viðkvæm svæði á höfuðborgarsvæðinu þannig við förum ekki að búa til skipulagsslys og þar með ýta undir náttúruvá,“ sagði Bergrún. „Ef við erum með gott skipulag þurfum við ekki að horfa upp á eins mikið tjón og mögulega gæti orðið.“ Vellirnir og Elliðaárdalur gætu orðið undir hrauni Líkt og áður segir eru í skýrslunni taldar litlar líkur á því að mannslíf væru í hættu kæmi til hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu, en gæti gjöreyðilagt innviði og byggð. Hættan á að hraun renni í byggð er sögð vera mest við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, til dæmist við Vellina í Hafnarfirði. Þá sé ekki útilokað að hraun renni norðar, líkt og niður Elliðaárdal í Reykjavík. Vellirnir, Elliðaárdalur, Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur eru sérstaklega nefnd í skýrslunni. Einnig fjallað um mögulega gróðurelda sem gætu kviknað út frá hrauni í skýrslunni, en í henni segir að þeirri ógn verði að taka alvarlega enda sé töluvert af gróðurlendi umhverfis og í höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að hraunrennsli utan höfuðborgarsvæðisins gæti tjónað lífæðar þess, til dæmis vatnslagnir og rafmagnsinnviði, og gæti það haft mikil áhrif á svæðið. Þá gætu áhrifin verið meiri að vetri til þar sem hitaveita gæti laskast mikið. Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur gætu fundið fyrir sprunguhreyfingum Þegar kemur að sprunguheyfingum innan byggðar höfuðborgarsvæðisins segir að þær væru líklegastar innan Urriðaholts í Garðabæ, í austurhluta Kópavogs, í Norðlingaholti. Jafnvel gætu orðið sprunguhreyfingar í Grafarholti í Reykjavík, þó að þar megi telja líkurnar mun minni en í byggðum sunnar. Þá segir að smávægilegar sprunguhreyfingar séu ekki útilokaðar á öðrum svæðum, líkt og í Árbænum. Bent er á að neysluvatn höfuðborgarsvæðisins sé að mestu tekið úr sprungum innan sprungusveims Krýsuvíkur og óljóst sé hafa áhrif myndun kvikugangs eða sprunguhreyfingar myndu hafa á það. Mikilvægt að íbúar séu upplýstir Farið er yfir ýmsar mögulegar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt sé að upplýsa íbúa um æskileg viðbrögð við hraunrennsli, eiga rýmingaráætlanir sem íbúar þekkja og tryggja að fleiri en ein leið sé fær út úr hverfum þar sem hraunvá sé fyrirsjáanleg. Einnig eigi að styðjast við hættumat við skipulagningu framtíðar byggðar. Bent er á að komin sé góð reynsla af vörnum innviða fyrir hraunrennsli og af hraunkælingu. Sá lærdómur muni nýtast í næstu atburðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Veður Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Grindavík Kópavogur Reykjavík Vogar Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldsumbrot, jarðskjálftar og sprunguhreyfingar voru teknar fyrir. Sagan segi okkur að á gosskeiðum Reykjanesskagans verði flest eldstöðvakerfi skagans virk. Því þurfi að aðlagast nýjum veruleika. Nú vinni Veðurstofan að áhættumati fyrir Reykjanesskaga og segir að höfuðborgarsvæðið sé í forgangi í því verkefni. Skipulagsslys geti ýtt undir náttúruvá Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur og einn höfundur skýrslunnar, ræddi innihald hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar benti hún á að skýrslan væri í raun liður í enn stærra verkefni. Hún sagði að með góðu skipulagi væri hægt að koma í veg fyrir mikið tjón. „Við þurfum að reyna allt sem við getum til að skoða hvar eru viðkvæm svæði á höfuðborgarsvæðinu þannig við förum ekki að búa til skipulagsslys og þar með ýta undir náttúruvá,“ sagði Bergrún. „Ef við erum með gott skipulag þurfum við ekki að horfa upp á eins mikið tjón og mögulega gæti orðið.“ Vellirnir og Elliðaárdalur gætu orðið undir hrauni Líkt og áður segir eru í skýrslunni taldar litlar líkur á því að mannslíf væru í hættu kæmi til hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu, en gæti gjöreyðilagt innviði og byggð. Hættan á að hraun renni í byggð er sögð vera mest við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, til dæmist við Vellina í Hafnarfirði. Þá sé ekki útilokað að hraun renni norðar, líkt og niður Elliðaárdal í Reykjavík. Vellirnir, Elliðaárdalur, Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur eru sérstaklega nefnd í skýrslunni. Einnig fjallað um mögulega gróðurelda sem gætu kviknað út frá hrauni í skýrslunni, en í henni segir að þeirri ógn verði að taka alvarlega enda sé töluvert af gróðurlendi umhverfis og í höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að hraunrennsli utan höfuðborgarsvæðisins gæti tjónað lífæðar þess, til dæmis vatnslagnir og rafmagnsinnviði, og gæti það haft mikil áhrif á svæðið. Þá gætu áhrifin verið meiri að vetri til þar sem hitaveita gæti laskast mikið. Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur gætu fundið fyrir sprunguhreyfingum Þegar kemur að sprunguheyfingum innan byggðar höfuðborgarsvæðisins segir að þær væru líklegastar innan Urriðaholts í Garðabæ, í austurhluta Kópavogs, í Norðlingaholti. Jafnvel gætu orðið sprunguhreyfingar í Grafarholti í Reykjavík, þó að þar megi telja líkurnar mun minni en í byggðum sunnar. Þá segir að smávægilegar sprunguhreyfingar séu ekki útilokaðar á öðrum svæðum, líkt og í Árbænum. Bent er á að neysluvatn höfuðborgarsvæðisins sé að mestu tekið úr sprungum innan sprungusveims Krýsuvíkur og óljóst sé hafa áhrif myndun kvikugangs eða sprunguhreyfingar myndu hafa á það. Mikilvægt að íbúar séu upplýstir Farið er yfir ýmsar mögulegar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt sé að upplýsa íbúa um æskileg viðbrögð við hraunrennsli, eiga rýmingaráætlanir sem íbúar þekkja og tryggja að fleiri en ein leið sé fær út úr hverfum þar sem hraunvá sé fyrirsjáanleg. Einnig eigi að styðjast við hættumat við skipulagningu framtíðar byggðar. Bent er á að komin sé góð reynsla af vörnum innviða fyrir hraunrennsli og af hraunkælingu. Sá lærdómur muni nýtast í næstu atburðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Veður Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Grindavík Kópavogur Reykjavík Vogar Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira