„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 16:13 Arnar Pétursson segir stöðuna áhyggjuefni. Getty/Marco Wolf Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Sjá meira
Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Sjá meira