Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun