Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. apríl 2025 22:45 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Vísir/tómas Steinn, eitt helsta kennileiti Esjunnar, hvolfdi um helgina og hefur skriðið tvo metra frá þeim stað sem hann var á. Það hryggi ýmsa tíða Esjufara að sjá. Steinn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann árið 2008. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sér um að viðhalda gönguleiðum við Esjuna, var snögg að kanna vettvang þegar hún frétti af falli steinsins. Vonast til að endurmerkja Stein „Hann sem sagt valt niður og er kominn svona á að giska tvo metra niður fyrir þann stað sem hann var á,“ segir Auður. Hvernig er tilfinningin að sjá þetta mikla kennileiti á hvolfi? „Það er ekki gott. Við viljum endilega reyna að endurmerkja hann, við eigum eftir að finna út hvernig við ætlum að leysa þetta mál.“ Þyngdaraflið í sinni einföldustu mynd Keðjurnar sem héldu Steini á sínum stað slitnuðu, gestabókin er á grúfu, óaðgengileg og föst. Að lokum er hið einkennandi merki Steins fast undir steininum sjálfum og ekki lengur hægt að snerta það á leið upp Esjuna eins og venja er meðal margra. Skógræktarfélagið sé í sambandi við verktaka um framhaldið, að sögn Auðar. Árlegri vorferð, þar sem grjót og steinar eru hreinsaðir frá leiðum, verður flýtt. Hún telur mikla umferð göngufólks á svæðinu ekki hafa orsakað fall steinsins. „Mér finnst það ólíklegt að það hafi haft áhrif. Hugsanlega jarðskjálftar, en fyrst og fremst vatn og ummyndun frosts og þýðu. Þetta er í rauninni þyngdaraflið í sinni einföldustu mynd.“ Rætt var við ýmsa gesti á Esjunni í kvöldfréttum sem má berja augum í spilaranum ofar í fréttinni. Esjan Reykjavík Fjallamennska Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Steinn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann árið 2008. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sér um að viðhalda gönguleiðum við Esjuna, var snögg að kanna vettvang þegar hún frétti af falli steinsins. Vonast til að endurmerkja Stein „Hann sem sagt valt niður og er kominn svona á að giska tvo metra niður fyrir þann stað sem hann var á,“ segir Auður. Hvernig er tilfinningin að sjá þetta mikla kennileiti á hvolfi? „Það er ekki gott. Við viljum endilega reyna að endurmerkja hann, við eigum eftir að finna út hvernig við ætlum að leysa þetta mál.“ Þyngdaraflið í sinni einföldustu mynd Keðjurnar sem héldu Steini á sínum stað slitnuðu, gestabókin er á grúfu, óaðgengileg og föst. Að lokum er hið einkennandi merki Steins fast undir steininum sjálfum og ekki lengur hægt að snerta það á leið upp Esjuna eins og venja er meðal margra. Skógræktarfélagið sé í sambandi við verktaka um framhaldið, að sögn Auðar. Árlegri vorferð, þar sem grjót og steinar eru hreinsaðir frá leiðum, verður flýtt. Hún telur mikla umferð göngufólks á svæðinu ekki hafa orsakað fall steinsins. „Mér finnst það ólíklegt að það hafi haft áhrif. Hugsanlega jarðskjálftar, en fyrst og fremst vatn og ummyndun frosts og þýðu. Þetta er í rauninni þyngdaraflið í sinni einföldustu mynd.“ Rætt var við ýmsa gesti á Esjunni í kvöldfréttum sem má berja augum í spilaranum ofar í fréttinni.
Esjan Reykjavík Fjallamennska Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira