Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Aron Guðmundsson skrifar 7. apríl 2025 12:31 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Samsett mynd Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“ HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“
HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira