Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 10:14 Kristján Sturla Bjarnason er einn stofnenda og stjórnarformaður Tónhyls. Vísir/Stefán Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman. Tónhylur er tónlistarklasi í Árbænum þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn vinna að sinni eigin tónlist. Verkefnið hófst árið 2019 og hefur stækkað hægt og rólega en þar eru tugir listamanna á öllum aldri að skapa list alla daga vikunnar. „Við erum að reyna að búa til einhverskonar miðstöð fyrir skapandi greinar að koma saman og gera eitthvað skemmtilegt. Það er ótrúlega gaman hversu margt tónlistarfólk á öllum aldri, af öllum stigum og úr öllum áttum einhvernveginn fara hérna í gegn,“ segir Kristján Sturla Bjarnason, einn stofnenda Tónhyls og stjórnarformaður. Lögin verða til í Tónhyl Hann segir að stofnendunum hafi fundist vanta stað fyrir listafólk að koma saman og vinna að verkefnum í sama rými. „Fólk er að spjalla við vatnstankinn um einhver verkefni og ákveða að fara inn í stúdíó og gera lag saman. Þannig hafa víst nokkur lög orðið til, þar sem fólk hittist í kaffi og ákveður að skella sér í stúdíóið. Líka tengslamyndunin sem verður, það er ekkert hlaupið að því að finna stað til þess að hitta aðra, sérstaklega í svona stúdíogeira þar sem margir eru að vinna einir einhversstaðar. Það hefur líka skilað sér,“ segir Kristján Sturla. Í Tónhyl fara einnig fram námskeið fyrir unga lagahöfunda sem vilja feta sín fyrstu skref í tónlistinni. Þá eru nokkrir af vinsælustu ungu tónlistarmönnunum í dag hluti af svokallaðri Tónhyls Akademíu. Hvernig hefur þetta verkefni reynst ykkur og ykkar tónlistarferli? „Bara ekkert eðlilega vel. Og að vera í þessu húsi, maður fær alla tengiliðina og allt,“ segir Maron Birnir Reynisson, einn meðlima Tónhylsakademíunnar. View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) Tónlist Reykjavík Nýsköpun Tengdar fréttir „Gaman að gera eitthvað úr engu“ Hópur af ellefu strákum sem allir eru á fyrsta ári í menntaskóla sendi frá sér fjögurra laga smáskífuna „MMVI“ síðastliðinn föstudag. Þeir gáfu fyrst út lagið „Sama“ fyrir rúmum þremur vikum síðan en lagið er komið með 35 þúsund hlustanir á streymisveitunni Spotify. 9. nóvember 2022 11:31 Átján ára og stefna langt Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn. 25. mars 2024 14:00 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Tónhylur er tónlistarklasi í Árbænum þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn vinna að sinni eigin tónlist. Verkefnið hófst árið 2019 og hefur stækkað hægt og rólega en þar eru tugir listamanna á öllum aldri að skapa list alla daga vikunnar. „Við erum að reyna að búa til einhverskonar miðstöð fyrir skapandi greinar að koma saman og gera eitthvað skemmtilegt. Það er ótrúlega gaman hversu margt tónlistarfólk á öllum aldri, af öllum stigum og úr öllum áttum einhvernveginn fara hérna í gegn,“ segir Kristján Sturla Bjarnason, einn stofnenda Tónhyls og stjórnarformaður. Lögin verða til í Tónhyl Hann segir að stofnendunum hafi fundist vanta stað fyrir listafólk að koma saman og vinna að verkefnum í sama rými. „Fólk er að spjalla við vatnstankinn um einhver verkefni og ákveða að fara inn í stúdíó og gera lag saman. Þannig hafa víst nokkur lög orðið til, þar sem fólk hittist í kaffi og ákveður að skella sér í stúdíóið. Líka tengslamyndunin sem verður, það er ekkert hlaupið að því að finna stað til þess að hitta aðra, sérstaklega í svona stúdíogeira þar sem margir eru að vinna einir einhversstaðar. Það hefur líka skilað sér,“ segir Kristján Sturla. Í Tónhyl fara einnig fram námskeið fyrir unga lagahöfunda sem vilja feta sín fyrstu skref í tónlistinni. Þá eru nokkrir af vinsælustu ungu tónlistarmönnunum í dag hluti af svokallaðri Tónhyls Akademíu. Hvernig hefur þetta verkefni reynst ykkur og ykkar tónlistarferli? „Bara ekkert eðlilega vel. Og að vera í þessu húsi, maður fær alla tengiliðina og allt,“ segir Maron Birnir Reynisson, einn meðlima Tónhylsakademíunnar. View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17)
Tónlist Reykjavík Nýsköpun Tengdar fréttir „Gaman að gera eitthvað úr engu“ Hópur af ellefu strákum sem allir eru á fyrsta ári í menntaskóla sendi frá sér fjögurra laga smáskífuna „MMVI“ síðastliðinn föstudag. Þeir gáfu fyrst út lagið „Sama“ fyrir rúmum þremur vikum síðan en lagið er komið með 35 þúsund hlustanir á streymisveitunni Spotify. 9. nóvember 2022 11:31 Átján ára og stefna langt Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn. 25. mars 2024 14:00 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Gaman að gera eitthvað úr engu“ Hópur af ellefu strákum sem allir eru á fyrsta ári í menntaskóla sendi frá sér fjögurra laga smáskífuna „MMVI“ síðastliðinn föstudag. Þeir gáfu fyrst út lagið „Sama“ fyrir rúmum þremur vikum síðan en lagið er komið með 35 þúsund hlustanir á streymisveitunni Spotify. 9. nóvember 2022 11:31
Átján ára og stefna langt Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn. 25. mars 2024 14:00