Innlent

Beitti bar­efli í líkams­á­rás

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan sinnti fjölda verkefna víða á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Lögreglan sinnti fjölda verkefna víða á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Anton Brink

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að þegar lögregla var komin á vettvang var gerandi farinn. Hann fannst skömmu síðar og var vistaður í fangageymslu.

Alls gistu sex í fangageymslu lögreglu í nótt og voru skráð 102 mál frá klukkan 17 og til fimm í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglu sinnti lögregla töluverðu af útköllum vegna ölvunarláta í miðbæ Reykjavíkur auk þess sem fleiri líkamsárásir voru tilkynntar þar. Þá hafði lögregla einnig afskipti af þó nokkrum vegna fíkniefna- og vopnalagabrota.

Köstuðu steinum í bíl

Þá var einhver fjöldi ökumanna stöðvaður og einhverjir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Í dagbókinni er þó einnig minnst á önnur verkefni. Til dæmis var tilkynnt um ungmenni að kasta grjóti í bíla í hverfi 104 og tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi. Það reyndist þó sem betur fer aðeins vera reykur frá bakaraofni sem gleymst hafði að slökkva á.


Tengdar fréttir

Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla

Ökumaður var í dag stöðvaður fyrir að aka of nærri lögreglubíl, og var hann sektaður fyrir að hafa of stutt bil á milli ökutækja.

Fangageymslur fullar eftir nóttina

Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×