Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 19:00 Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur segir efnið hættulegt. Vísir/Arnar Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. Tollurinn lagði í síðustu viku hald á tuttugu þúsund töflur, sem talið var að væru Oxíkontín, en í ljós hefur komið að töflurnar innihalda efnið Nitazene. Formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun sagði í gær að hún óttaðist að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu hér á landi. Réttarefnafræðingur sem hefur undanfarin ár mælt ópíóða í fráveituvatni á Íslandi segir Nítazene sérstaklega hættulegt efni. Lítur út eins og aðrir ópíóðar „Þetta eru efni sem eru framleidd á sjötta áratugnum af lyfjafyrirtækjum sem eru að reyna að finna samhliður við morfín og verkastillandi efni en í rauninni eru ekki settar á markað út af því að þessi efni reyndust mjög sterk, um þúsund sinnum sterkari en morfín.“ Efnin hafi svo fyrst birst á svörtum markaði 2019. Að innbyrða þau geti valdið öndunarbælingu og feli í sér auknar líkur á ofskömmtun vegna styrks þeirra. Adam segir erfitt að greina töflurnar frá öðrum ópíóðum. „Ef þú ert ekki með vant auga að þá lítur þetta í rauninni bara út eins og venjulegar töflur. Þetta kom í álþynnum, stimplað með lyfjafyrirtæki, með lotunúmeri og fyrningu þannig að fyrir óvanan einstakling þá lítur þetta bara út eins og töflur og þegar töflur eru í svona þynnum eða boxum eða umbúðum þá býr það til aukið traust og þarna er verið að spila með það traust.“ Adam hefur skimað eftir efninu í fráveitukerfi hér á landi undanfarin ár. Það hefur ekki fundist enn en Adam segir að það þýði þó ekki að það sé ekki komið í dreifingu. Það sé tímaspursmál og segir Adam að neytendur ópíóða þurfi að vera á varðbergi. „Það er talað um með ofskömmtun á nítazínum að Naloxon virkar en það getur þurft fleiri en einn skammt. Útaf því að þetta eru svo gífurlega sterk efni. Þannig að fólk sé vakandi ef það er grunur um ofskömmtun, gefa nalóxon, hringja strax á sjúkrabíl og jafnvel gefa aftur Nalóxon.“ Fíkn Fíkniefnabrot Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Tollurinn lagði í síðustu viku hald á tuttugu þúsund töflur, sem talið var að væru Oxíkontín, en í ljós hefur komið að töflurnar innihalda efnið Nitazene. Formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun sagði í gær að hún óttaðist að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu hér á landi. Réttarefnafræðingur sem hefur undanfarin ár mælt ópíóða í fráveituvatni á Íslandi segir Nítazene sérstaklega hættulegt efni. Lítur út eins og aðrir ópíóðar „Þetta eru efni sem eru framleidd á sjötta áratugnum af lyfjafyrirtækjum sem eru að reyna að finna samhliður við morfín og verkastillandi efni en í rauninni eru ekki settar á markað út af því að þessi efni reyndust mjög sterk, um þúsund sinnum sterkari en morfín.“ Efnin hafi svo fyrst birst á svörtum markaði 2019. Að innbyrða þau geti valdið öndunarbælingu og feli í sér auknar líkur á ofskömmtun vegna styrks þeirra. Adam segir erfitt að greina töflurnar frá öðrum ópíóðum. „Ef þú ert ekki með vant auga að þá lítur þetta í rauninni bara út eins og venjulegar töflur. Þetta kom í álþynnum, stimplað með lyfjafyrirtæki, með lotunúmeri og fyrningu þannig að fyrir óvanan einstakling þá lítur þetta bara út eins og töflur og þegar töflur eru í svona þynnum eða boxum eða umbúðum þá býr það til aukið traust og þarna er verið að spila með það traust.“ Adam hefur skimað eftir efninu í fráveitukerfi hér á landi undanfarin ár. Það hefur ekki fundist enn en Adam segir að það þýði þó ekki að það sé ekki komið í dreifingu. Það sé tímaspursmál og segir Adam að neytendur ópíóða þurfi að vera á varðbergi. „Það er talað um með ofskömmtun á nítazínum að Naloxon virkar en það getur þurft fleiri en einn skammt. Útaf því að þetta eru svo gífurlega sterk efni. Þannig að fólk sé vakandi ef það er grunur um ofskömmtun, gefa nalóxon, hringja strax á sjúkrabíl og jafnvel gefa aftur Nalóxon.“
Fíkn Fíkniefnabrot Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01
Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27