Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 19:00 Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur segir efnið hættulegt. Vísir/Arnar Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. Tollurinn lagði í síðustu viku hald á tuttugu þúsund töflur, sem talið var að væru Oxíkontín, en í ljós hefur komið að töflurnar innihalda efnið Nitazene. Formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun sagði í gær að hún óttaðist að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu hér á landi. Réttarefnafræðingur sem hefur undanfarin ár mælt ópíóða í fráveituvatni á Íslandi segir Nítazene sérstaklega hættulegt efni. Lítur út eins og aðrir ópíóðar „Þetta eru efni sem eru framleidd á sjötta áratugnum af lyfjafyrirtækjum sem eru að reyna að finna samhliður við morfín og verkastillandi efni en í rauninni eru ekki settar á markað út af því að þessi efni reyndust mjög sterk, um þúsund sinnum sterkari en morfín.“ Efnin hafi svo fyrst birst á svörtum markaði 2019. Að innbyrða þau geti valdið öndunarbælingu og feli í sér auknar líkur á ofskömmtun vegna styrks þeirra. Adam segir erfitt að greina töflurnar frá öðrum ópíóðum. „Ef þú ert ekki með vant auga að þá lítur þetta í rauninni bara út eins og venjulegar töflur. Þetta kom í álþynnum, stimplað með lyfjafyrirtæki, með lotunúmeri og fyrningu þannig að fyrir óvanan einstakling þá lítur þetta bara út eins og töflur og þegar töflur eru í svona þynnum eða boxum eða umbúðum þá býr það til aukið traust og þarna er verið að spila með það traust.“ Adam hefur skimað eftir efninu í fráveitukerfi hér á landi undanfarin ár. Það hefur ekki fundist enn en Adam segir að það þýði þó ekki að það sé ekki komið í dreifingu. Það sé tímaspursmál og segir Adam að neytendur ópíóða þurfi að vera á varðbergi. „Það er talað um með ofskömmtun á nítazínum að Naloxon virkar en það getur þurft fleiri en einn skammt. Útaf því að þetta eru svo gífurlega sterk efni. Þannig að fólk sé vakandi ef það er grunur um ofskömmtun, gefa nalóxon, hringja strax á sjúkrabíl og jafnvel gefa aftur Nalóxon.“ Fíkn Fíkniefnabrot Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Tollurinn lagði í síðustu viku hald á tuttugu þúsund töflur, sem talið var að væru Oxíkontín, en í ljós hefur komið að töflurnar innihalda efnið Nitazene. Formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun sagði í gær að hún óttaðist að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu hér á landi. Réttarefnafræðingur sem hefur undanfarin ár mælt ópíóða í fráveituvatni á Íslandi segir Nítazene sérstaklega hættulegt efni. Lítur út eins og aðrir ópíóðar „Þetta eru efni sem eru framleidd á sjötta áratugnum af lyfjafyrirtækjum sem eru að reyna að finna samhliður við morfín og verkastillandi efni en í rauninni eru ekki settar á markað út af því að þessi efni reyndust mjög sterk, um þúsund sinnum sterkari en morfín.“ Efnin hafi svo fyrst birst á svörtum markaði 2019. Að innbyrða þau geti valdið öndunarbælingu og feli í sér auknar líkur á ofskömmtun vegna styrks þeirra. Adam segir erfitt að greina töflurnar frá öðrum ópíóðum. „Ef þú ert ekki með vant auga að þá lítur þetta í rauninni bara út eins og venjulegar töflur. Þetta kom í álþynnum, stimplað með lyfjafyrirtæki, með lotunúmeri og fyrningu þannig að fyrir óvanan einstakling þá lítur þetta bara út eins og töflur og þegar töflur eru í svona þynnum eða boxum eða umbúðum þá býr það til aukið traust og þarna er verið að spila með það traust.“ Adam hefur skimað eftir efninu í fráveitukerfi hér á landi undanfarin ár. Það hefur ekki fundist enn en Adam segir að það þýði þó ekki að það sé ekki komið í dreifingu. Það sé tímaspursmál og segir Adam að neytendur ópíóða þurfi að vera á varðbergi. „Það er talað um með ofskömmtun á nítazínum að Naloxon virkar en það getur þurft fleiri en einn skammt. Útaf því að þetta eru svo gífurlega sterk efni. Þannig að fólk sé vakandi ef það er grunur um ofskömmtun, gefa nalóxon, hringja strax á sjúkrabíl og jafnvel gefa aftur Nalóxon.“
Fíkn Fíkniefnabrot Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
„Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01
Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27