Sport

Kyssti frétta­manninn í miðju við­tali

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrei sést hér ræða við Jelena Välbe sem svo smellti á honum kossi.
Andrei sést hér ræða við Jelena Välbe sem svo smellti á honum kossi. Skjámynd/sport-express.ru

Formaður rússneska skíðasambandsins kom mörgum á óvart í miðju sjónvarpsviðtali en segir eðlilega skýringu á öllu saman. Hefði hún verið karlmaður þá hefðu viðbrögðin kannski orðið allt önnur.

Jelena Välbe, formaður rússneska sambandsins, skellti kossi á fréttamanninn sem er karlmaður og var að taka við hana viðtal.

@Sportbladet

„Ég og Andrei höfum kysst svona í mörg ár,“ sagði Jelena Välbe í viðtali við rússneska blaðið Sport-Express.

Välbe var í sjónvarpsviðtalinu í tengslum við skíðamót í Rússlandi. Viðtalið var í sjónvarpsþættinum „Skiland“.

Kossinn kom þó ekki fyrir eða eftir viðtalið heldur hreinlega í því miðju.

Þau voru að ræða málin þegar Välbe kyssti fréttamanninn allt í einu beint á munninn.

„Við kyssumst svona bæði þegar við hittumst og þegar við kveðjumst. Okkar samband er gott og líka við alla á sjónvarpsstöðinni. Við erum þakklát fyrir það,“ sagði Välbe.

Välbe kom sér líka í fréttirnar fyrir nokkrum árum þegar hún hvatti skautakonur til að verða ófrískar af því að það var ekkert stórmót fram undan á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×