Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 14:33 Skúli telur að það sé þörf á samtali í samfélaginu um hvað sé eðlileg hljóðmengun í byggð af völdum þyrla og flugvéla. Samsett Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur, hefur óskað þess við Samgöngustofu og Isavia að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrými kirkjunnar síðdegis á morgun á meðan haldnir verða tónleikar í kirkjunni. Skúli segir þurfa að fara fram samtal í samfélaginu um flugumferð og hljóðmengun hennar vegna. „Ágæti viðtakandi, sunnudaginn 6. apríl kl 17 flytur Kór Neskirkju ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna verkið H-moll messu e. J.S. Bach eftir viðamikinn og langan undirbúningstíma. Við förum þess á leit að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrýminu í kringum kirkjuna meðan á tónleikunum stendur svo að ekki hljótist ónæði af hávaði,“ segir í póstinum sem Skúli sendi í vikunni á bæði Isavia og Samgöngustofu. Í samtali við fréttastofu segir Skúli að eins og er hafi hann aðeins fengið sjálfvirkt svar en á þó ekki von á öðru en að þau verði við beiðninni. „Ég ætla rétt að vona það. Það gengur ekki að það komi vélar niður ofan í tóna Johanns Sebastian Bach.“ Áður fengið góð viðbrögð Skúli hefur áður sent sams konar beiðni vegna viðburðar í kirkjunni og fékk þá jákvæð viðbrögð, og fékk á sama tíma svar um að það væri verið að endurskipuleggja þessi mál. Greint var svo frá því fyrr í vikunni að borgarstjórn samþykkti tillögu um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem lagði tillöguna fram, sagði við það tilefni markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15 til 20 árin. „Það er ótrúlegt hvað flugið hefur mikinn forgang í þéttbýli hverfi, bæði hvað varðar hljóðmengun og blýmengun,“ segir Skúli sem segist oft finna lyktina af blýi í hverfinu úr ýmsum áttum, jafnvel yfir leik- og grunnskólum hverfisins. „Það er mjög hátt oktan í flugvélabensíni og þetta liggur yfir hverfinu,“ segir Skúli og að sér þyki ótrúlegt að þegar einkaflugvéla- eða þyrluflugmenn séu að leika sér í háloftunum eigi það að raska lífinu á jörðinni. „Við erum búin að vera að æfa fyrir þessa tónleika á morgun gríðarlega lengi og það er hófsöm ósk að þeir hlífi okkur við þessum nið.“ Þörf á samtali Skúli telur að það þurfi að fara fram samtal í samfélaginu um hljóðmengunina. „Það er búið að sýna fram á að þessi hávaði er skaðlegur heilsunni. Svo er þetta félagslega hamlandi. Það leggjast niður samtöl í görðum og utandyra bara því einhver er að leika sér nokkrum metrum fyrir ofan. Mér finnst þörf á að taka þetta samtal.“ Skúli segir það sérstaklega mikilvægt með tilliti til þess að ólíklegt sé að Reykjavíkurflugvöllur sé á förum úr Vatnsmýri í bráð. „Það hlýtur að vera hægt að búa til skýrari reglur um það hvernig menn beri sig í aðflugi og flugi yfir. Það er ekki langt í sjóinn og það bara hlýtur að vera hægt að beina fluginu frá allri þessari byggð,“ segir hann. Skúli segir ljóst að flugvöllurinn sé ekki á förum og gerir ekki athugasemdir við sjúkra- eða áætlanaflug. Vísir/Vilhelm Hann segir þannig beiðni sína til Samgöngustofu og Isavia aðeins lúta að nokkrum klukkustundum á morgun en að í stóra samhenginu sé þetta stærra mál sem þörf sé á að ræða betur. „Þetta minnir oft á umræðu um reykingar í gamla daga þar sem menn þóttu fýlupúkar að amast í þessu, en svo áttar fólk sig á því að þetta er bara ekkert eðlilegt.“ Leggja undir sig háloftin í hljóðmengun Skúli segist hafa skilning á því að það fari um flugvöllinn áætlanaflug og flug á vegum til dæmis Landhelgisgæslunnar en oft og tíðum sé um að ræða litlar rellur og þyrlur sem séu í útsýnisflugi eða á vegum erlendra ferðamanna. „Í mörgum tilfellum eru þetta rellur og þyrlur sem eru að leggja undir sig háloftin í skilningi hljóðmengunar. Það er eðlilegt, finnst mér, að benda á að þetta sé ekki sjálfsagt. Þessi málaflokkur bíður eftir því að það fari fram alvöru umræða um það hvernig við forgangsröðum þessu flugi öllu. Hvort það sé fólk að ferðast á milli landshluta, hvort það sé verið að bjarga mannslífum eða menn að leika sér.“ Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Þjóðkirkjan Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. 2. apríl 2025 10:51 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Ágæti viðtakandi, sunnudaginn 6. apríl kl 17 flytur Kór Neskirkju ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna verkið H-moll messu e. J.S. Bach eftir viðamikinn og langan undirbúningstíma. Við förum þess á leit að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrýminu í kringum kirkjuna meðan á tónleikunum stendur svo að ekki hljótist ónæði af hávaði,“ segir í póstinum sem Skúli sendi í vikunni á bæði Isavia og Samgöngustofu. Í samtali við fréttastofu segir Skúli að eins og er hafi hann aðeins fengið sjálfvirkt svar en á þó ekki von á öðru en að þau verði við beiðninni. „Ég ætla rétt að vona það. Það gengur ekki að það komi vélar niður ofan í tóna Johanns Sebastian Bach.“ Áður fengið góð viðbrögð Skúli hefur áður sent sams konar beiðni vegna viðburðar í kirkjunni og fékk þá jákvæð viðbrögð, og fékk á sama tíma svar um að það væri verið að endurskipuleggja þessi mál. Greint var svo frá því fyrr í vikunni að borgarstjórn samþykkti tillögu um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem lagði tillöguna fram, sagði við það tilefni markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15 til 20 árin. „Það er ótrúlegt hvað flugið hefur mikinn forgang í þéttbýli hverfi, bæði hvað varðar hljóðmengun og blýmengun,“ segir Skúli sem segist oft finna lyktina af blýi í hverfinu úr ýmsum áttum, jafnvel yfir leik- og grunnskólum hverfisins. „Það er mjög hátt oktan í flugvélabensíni og þetta liggur yfir hverfinu,“ segir Skúli og að sér þyki ótrúlegt að þegar einkaflugvéla- eða þyrluflugmenn séu að leika sér í háloftunum eigi það að raska lífinu á jörðinni. „Við erum búin að vera að æfa fyrir þessa tónleika á morgun gríðarlega lengi og það er hófsöm ósk að þeir hlífi okkur við þessum nið.“ Þörf á samtali Skúli telur að það þurfi að fara fram samtal í samfélaginu um hljóðmengunina. „Það er búið að sýna fram á að þessi hávaði er skaðlegur heilsunni. Svo er þetta félagslega hamlandi. Það leggjast niður samtöl í görðum og utandyra bara því einhver er að leika sér nokkrum metrum fyrir ofan. Mér finnst þörf á að taka þetta samtal.“ Skúli segir það sérstaklega mikilvægt með tilliti til þess að ólíklegt sé að Reykjavíkurflugvöllur sé á förum úr Vatnsmýri í bráð. „Það hlýtur að vera hægt að búa til skýrari reglur um það hvernig menn beri sig í aðflugi og flugi yfir. Það er ekki langt í sjóinn og það bara hlýtur að vera hægt að beina fluginu frá allri þessari byggð,“ segir hann. Skúli segir ljóst að flugvöllurinn sé ekki á förum og gerir ekki athugasemdir við sjúkra- eða áætlanaflug. Vísir/Vilhelm Hann segir þannig beiðni sína til Samgöngustofu og Isavia aðeins lúta að nokkrum klukkustundum á morgun en að í stóra samhenginu sé þetta stærra mál sem þörf sé á að ræða betur. „Þetta minnir oft á umræðu um reykingar í gamla daga þar sem menn þóttu fýlupúkar að amast í þessu, en svo áttar fólk sig á því að þetta er bara ekkert eðlilegt.“ Leggja undir sig háloftin í hljóðmengun Skúli segist hafa skilning á því að það fari um flugvöllinn áætlanaflug og flug á vegum til dæmis Landhelgisgæslunnar en oft og tíðum sé um að ræða litlar rellur og þyrlur sem séu í útsýnisflugi eða á vegum erlendra ferðamanna. „Í mörgum tilfellum eru þetta rellur og þyrlur sem eru að leggja undir sig háloftin í skilningi hljóðmengunar. Það er eðlilegt, finnst mér, að benda á að þetta sé ekki sjálfsagt. Þessi málaflokkur bíður eftir því að það fari fram alvöru umræða um það hvernig við forgangsröðum þessu flugi öllu. Hvort það sé fólk að ferðast á milli landshluta, hvort það sé verið að bjarga mannslífum eða menn að leika sér.“
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Þjóðkirkjan Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. 2. apríl 2025 10:51 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. 2. apríl 2025 10:51
Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01