Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 18:35 Sveindís Jane Jónsdóttir var besti leikmaður Íslands í dag og var bæði nálægt því að skora og leggja upp mark. Vísir/Anton Íslenska landsliðið tók á móti því norska í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Íslenska liðið var hættulegra stærstan hluta leiksins og fékk nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið. Þær norsku fengu þó einnig sín færi, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Gaf norska liðinu dauðafæri eftir rúmlega korters leik og var heppin að skot Norðmanna hafnaði í stönginni. Varði hins vegar vel eftir að Karólína Lea gaf eitt stykki dauðafæri og var nokkuð örugg í teignum það sem eftir lifði leiks þó kvöldsólin hafi vissulega náð að stríða henni á einhverjum tímapunkti. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Virtist hálf óörugg framan af leik, en komst betur í takt við leikinn eftir sem leið á. Lítið hægt að setja út á hennar leik, ef frá eru taldar fyrstu 15-20 mínúturnar. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Bar fyrirliðabandið í fjarveru Glódísar Perlu. Hefur verið hluti af sterku miðvarðarpari með Glódísi og steig upp sem leiðtogi liðsins í dag. Guðrún Arnardóttir, miðvörður [7] Skilaði sinni vakt vel við hlið Ingibjargar. Varnarlína íslenska liðsins er öflug og gott að sjá að liðið getur alveg plummað sig þó Glódís missi af einstaka leik. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Iðin upp og niður vinstri kantinn og virðist ekki þreytast mikið. Er alla jafna góð spyrnukona, en þær hornspyrnur sem hún tók voru hins vegar ekki upp á marga fiska í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir, miðjumaður [7] Stýrði umferðinni vel á miðjunni í dag og var einn af bestu leikmönnum vallarins. Óheppin að skora ekki snemma í síðari hálfleik þegar þrumuskot hennar sigldi rétt framhjá samskeytunum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk algjört dauðafæri stuttu fyrir hálfleik, en hitti boltann mjög illa og gaf svo dauðafæri stuttu síðar. Þrumuskot af varnarmanni í slána súmmerar kannski hennar leik ágætlega upp. Hefur oft verið sýnilegri í íslensku treyjunni. Ekki sú Karólína sem við höfum vanist. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Óheppin að skora ekki snemma leiks þegar hún stal boltanum á miðsvæðinu og keyrði upp völlinn. Komst í gott færi, en lét verja frá sér. Var öflug inni á miðsvæðinu og örugg í sínum aðgerðum þar til hún var tekin af velli á 67. mínútu. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, hægri vængmaður [6] Vann ágætis vinnu á báðum endum vallarins, en skapaði lítið fyrir sjálfa sig og liðsfélaga sína. Fór af velli á 82. mínútu. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Hljóp mikið og djöflaðist, en fékk úr litlu að moða í fremstu víglínu og kom sér ekki í nein alvöru færi. Var tekin af velli á 67. mínútu fyrir Söndru Maríu. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [8] Ógnandi, eins og nánast alltaf þegar hún stígur inn á fótboltavöll. Kom sér í að minnsta kosti tvö góð færi og er ábyggilega svekkt út í sjálfa sig að hafa ekki skorað. Er potturinn og pannan í íslenska sóknarleiknum. Varamenn: Sandra María Jessen kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttir á 67. mínútu [6] Markadrottning Bestu-deildarinnar á síðasta tímabili náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Andrea Hauksdóttir kom inn á fyrir Hildur Antonsdóttir á 67. mínútu [6] Ágætis innkoma hjá Andreu. Svo sem ekki mikið meira um það að segja. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom inn á fyrir Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur á 82. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Sjá meira
Íslenska liðið var hættulegra stærstan hluta leiksins og fékk nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið. Þær norsku fengu þó einnig sín færi, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Gaf norska liðinu dauðafæri eftir rúmlega korters leik og var heppin að skot Norðmanna hafnaði í stönginni. Varði hins vegar vel eftir að Karólína Lea gaf eitt stykki dauðafæri og var nokkuð örugg í teignum það sem eftir lifði leiks þó kvöldsólin hafi vissulega náð að stríða henni á einhverjum tímapunkti. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Virtist hálf óörugg framan af leik, en komst betur í takt við leikinn eftir sem leið á. Lítið hægt að setja út á hennar leik, ef frá eru taldar fyrstu 15-20 mínúturnar. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Bar fyrirliðabandið í fjarveru Glódísar Perlu. Hefur verið hluti af sterku miðvarðarpari með Glódísi og steig upp sem leiðtogi liðsins í dag. Guðrún Arnardóttir, miðvörður [7] Skilaði sinni vakt vel við hlið Ingibjargar. Varnarlína íslenska liðsins er öflug og gott að sjá að liðið getur alveg plummað sig þó Glódís missi af einstaka leik. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Iðin upp og niður vinstri kantinn og virðist ekki þreytast mikið. Er alla jafna góð spyrnukona, en þær hornspyrnur sem hún tók voru hins vegar ekki upp á marga fiska í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir, miðjumaður [7] Stýrði umferðinni vel á miðjunni í dag og var einn af bestu leikmönnum vallarins. Óheppin að skora ekki snemma í síðari hálfleik þegar þrumuskot hennar sigldi rétt framhjá samskeytunum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk algjört dauðafæri stuttu fyrir hálfleik, en hitti boltann mjög illa og gaf svo dauðafæri stuttu síðar. Þrumuskot af varnarmanni í slána súmmerar kannski hennar leik ágætlega upp. Hefur oft verið sýnilegri í íslensku treyjunni. Ekki sú Karólína sem við höfum vanist. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Óheppin að skora ekki snemma leiks þegar hún stal boltanum á miðsvæðinu og keyrði upp völlinn. Komst í gott færi, en lét verja frá sér. Var öflug inni á miðsvæðinu og örugg í sínum aðgerðum þar til hún var tekin af velli á 67. mínútu. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, hægri vængmaður [6] Vann ágætis vinnu á báðum endum vallarins, en skapaði lítið fyrir sjálfa sig og liðsfélaga sína. Fór af velli á 82. mínútu. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Hljóp mikið og djöflaðist, en fékk úr litlu að moða í fremstu víglínu og kom sér ekki í nein alvöru færi. Var tekin af velli á 67. mínútu fyrir Söndru Maríu. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [8] Ógnandi, eins og nánast alltaf þegar hún stígur inn á fótboltavöll. Kom sér í að minnsta kosti tvö góð færi og er ábyggilega svekkt út í sjálfa sig að hafa ekki skorað. Er potturinn og pannan í íslenska sóknarleiknum. Varamenn: Sandra María Jessen kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttir á 67. mínútu [6] Markadrottning Bestu-deildarinnar á síðasta tímabili náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Andrea Hauksdóttir kom inn á fyrir Hildur Antonsdóttir á 67. mínútu [6] Ágætis innkoma hjá Andreu. Svo sem ekki mikið meira um það að segja. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom inn á fyrir Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur á 82. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Sjá meira