Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?

Valdimar Birgisson skrifar

Á miðvikudaginn s.l. tilkynnti forseti Bandaríkjana um víðtæka álagningu tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Þessir tollar eru er frá 10% og upp úr. Þeir geta svo hækkað ef tollastríð hefst. Forsetinnn tengir þetta við frelsi og að tollarnir væru lagðir á til þess að vernda bandaríska framleiðslu, færa framleiðsluna heim.

Álagning tolla hefur ekkert með frelsi að gera, tollar eru slæmir fyrir alla. Þeir draga úr lífskjörum, hækka vöruverð og auka verðbólgu. Þessi aðgerð hefur því neikvæð áhrif á hagkerfi allra landa enda hafa markaðir brugðist við með þeim hætti Þeir lækka.

Atvinnufrelsi og frelsi í alþjóðaviðskiptum ásamt aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins með EES samningnum hefur gerir okkur að einu ríkasta landi í heimi. Ísland á því mikið undir frelsi í milliríkjaviðskiptum því er þetta afar áríðandi mál fyrir okkur.

Hæstvirtur Fjármálaráðherra sagði á þingi í gær að Ísland væri ekki paradís þegar kemur að tollum og ég tek undir þau orð. Hins vegar megum ekki gleyma því að við leggjum sjálf háa tolla á vörur, jafnvel þær sem við getum ekki framleitt sjálf. Þessir tollar eru settir á með það yfirlýsta markmið að vernda íslenska framleiðslu - rétt eins og Trump segist vera að gera.

Það er ekki okkar hagsmunir að viðhalda háum tollum. Okkar hagsmunir felast í opnum, og frjálsum viðskiptum, viðskiptum sem byggja á gagnkvæmu trausti og samvinnu, ekki tollum og einangrun.

Höfundur er 2. varaþingmaður Viðreisnar í SV kjördæmi.




Skoðun

Sjá meira


×