Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2025 11:48 Ásthildur Lóa Þórsdóttir mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum þegar hún baðst lausnar hjá forseta Íslands. Vísir/Anton Brink Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega. Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega.
Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira