Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. apríl 2025 10:54 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, var kampakátur með nefdnarálit um bókun 35 sem bíður nú 2. umræðu á þinginu. Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, greindi frá þessu í Facebook-færslu um níuleytið í gærkvöldi. „Bókun 35, málið sem tryggir rétta framkvæmd EES samningsins hér á landi er komið út úr nefnd. Búið að vera allt of mikill óþarfa vandræðagangur að klára þetta hjá síðustu ríkisstjórnum. Gaman að vera partur af þingmeirihluta sem getur þokað hlutum áfram,“ skrifaði Pawel í færslunni. Önnur umræða bíður Lagafrumvarpið var lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þá var einnig lögð fram skýrsla á Alþingi sem fjallar um lykilþætti málsins sem varðar innleiðingu og framkvæmd bókunar 35 hér á landi. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Lagafrumvarpið hefur verið hjá utanríkismálanefnd frá 11. febrúar síðastliðnum. Nú er búið að útbýta nefndaráliti og bíður málið 2. umræðu í þinginu. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki síst í röðum Miðflokks og Flokks fólksins. Eyjólfur Ármannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þar fyrirferðarmikill í andstöðu sinni en hann var einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar sem „afþakka erlent vald í orkumálum“. Eyjólfur var spurður út í bókun 35 að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu 2024 og sagðist hann þá mundu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum þessum sama ríkisstjórnarfundi. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, greindi frá þessu í Facebook-færslu um níuleytið í gærkvöldi. „Bókun 35, málið sem tryggir rétta framkvæmd EES samningsins hér á landi er komið út úr nefnd. Búið að vera allt of mikill óþarfa vandræðagangur að klára þetta hjá síðustu ríkisstjórnum. Gaman að vera partur af þingmeirihluta sem getur þokað hlutum áfram,“ skrifaði Pawel í færslunni. Önnur umræða bíður Lagafrumvarpið var lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þá var einnig lögð fram skýrsla á Alþingi sem fjallar um lykilþætti málsins sem varðar innleiðingu og framkvæmd bókunar 35 hér á landi. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Lagafrumvarpið hefur verið hjá utanríkismálanefnd frá 11. febrúar síðastliðnum. Nú er búið að útbýta nefndaráliti og bíður málið 2. umræðu í þinginu. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki síst í röðum Miðflokks og Flokks fólksins. Eyjólfur Ármannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var þar fyrirferðarmikill í andstöðu sinni en hann var einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar sem „afþakka erlent vald í orkumálum“. Eyjólfur var spurður út í bókun 35 að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu 2024 og sagðist hann þá mundu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum þessum sama ríkisstjórnarfundi.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. 7. október 2024 09:12