Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2025 09:53 Donald Trump og Will Scharf, ritari hans, í Rósagarðinum við Hvíta húsið í gær. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Á töflum sem starfsmenn Hvíta hússins birtu í gær mátti sjá að tollarnir sem ríkisstjórnin mun beita gegn hverju ríki fyrir sig er um helmingurinn af því sem Hvíta húsið segir þessi ríki beita Bandaríkin. Tölurnar á töflunum vöktu strax mikla athygli þar sem sérfræðingar sögðu þær í mörgum tilfellum ekki eiga við rök að styðjast. Svo virðist sem að í mörgum tilfellum hafi starfsmenn Hvíta hússins látið tollana taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki, ekki tollum sem þessi ríki beita gegn Bandaríkjunum. Sjá einnig: Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Hagfræðingar, blaðamenn og aðrir fóru fljótt í það að reyna að finna uppruna hinna meintu tolla sem Bandaríkin eru beitt af ríkjum heimsins og hafa margir þeirra komist að niðurstöðu. Svo virðist sem að Trump-liðar hafi deilt viðskiptahallanum við tiltekin ríki með innflutningi þaðan, eins og fram kemur í frétt viðskiptamiðilsins CNBC. Trump-liðar halda því til að mynda fram að Kína beiti Bandaríkin 67 prósenta tollum. Viðskiptahalli ríkjanna árið 2024 var 295,4 milljarðar dala og innflutningur 438,9 milljarðar. Þegar þú deilir 295,4 með 438,9 færðu út 67 prósent. Þessi útreikningur á einnig við mörg önnur ríki á lista Hvíta hússins í gær. this is…incredibly stupid eu: $235.6bn surplus, $605.8bn exports, 235.6/605.8 = 39% claimed tariffs chargedindonesia: $17.9bn surplus, $28.1bn exports, 17.9/28.1 = 64% claimed tariffs chargedindia: $45.7bn surplus, $87.4bn exports, 45.7/87.4 = 52% claimed tariffs charged…— ian bremmer (@ianbremmer) April 3, 2025 Reikniformúla Hvíta hússins virtist þó ekki taka selda þjónustu inn í reikninginn. Þá má bæta við að ef viðskiptahallinn er enginn verða ríkin samt beitt tíu prósenta tollum. Almennu tíu prósenta tollarnir eiga að taka gildi þann 5. apríl. Hinir þann 9. apríl. Sjá einnig: Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Útreikningar áðurnefndra sérfræðinga voru svo að mestu leyti staðfestir af yfirvöldum í Bandaríkjunum í gær en reiknireglan sem notast var við var birt á vef viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna. Þessi reikniregla gæti gefið bandarískum erindrekum sterkari samningastöðu í viðræðum um nýja viðskiptasamninga við ríki heims, samkvæmt sérfræðingum sem CNBC ræddi við. Einn þeirra sagði þó að reiknireglan kæmi sérstaklega niður á fátækum löndum Asíu. Þau ríki framleiði mikið fyrir bandarískan markað en eigi erfitt með að rétta viðskiptahallann vegna þess hve bandarískar vörur eru dýrar. Þróunaraðstoð lokið og nú tollar Eins og fram kemur í frétt Bloomberg hafði Trump áður bundið enda á þróunaraðstoð til þessara ríkja. Á athöfninni í Rósagarðinum í gær beindi Trump orðum sínum að Kambódíu, sem verður beitt 49 prósenta tolli. „Oh, sjáið Kambódíu, 97 prósent,“ sagði Trump og var hann þá að vísa til hinna meintu tolla sem Kambódía á að hafa beitt Bandaríkjunum. „Þeir hafa stórgrætt á Bandaríkjunum.“ Meðallaun í Kambódíu er talinn minni en fimmtungur af meðallaunum heimsins. Kínverjar standa frammi fyrir hæsta tollinum vegna aðgerða Trumps. Eftir að nýjustu tollarnir taka gildi þann 9. apríl munu Bandaríkin beita Kína grunntolli upp á 54 prósent. Hann gæti þar að auki hækkað enn frekar í framtíðinni en það ku vera til skoðunar innan veggja Hvíta hússins að hækka þá um 25 prósent til viðbótar vegna olíukaupa Kínverja frá Venesúela. Vill auka framleiðslu í Bandaríkjunum Markmið Trumps virðist vera að auka framleiðslu í Bandaríkjunum. Þegar hann tilkynnti tollana í gær lýsti hann því yfir að störfum og verksmiðjum myndi fjölga aftur í Bandaríkjunum og hélt hann því fram að sú þróun væri þegar hafin. Þá sagði hann að þau fyrirtæki eða ríki sem kvörtuðu stæðu frammi fyrir einfaldri lausn. „Ef þið viljið að tollarnir séu núll, þá framleiðið þið vörur ykkar hér í Bandaríkjunum.“ Sérfræðingar búast við því að tollarnir muni valda mikilli óreiðu og munu ráðamenn ríkja heimsins að öllum líkindum svara fyrir sig með tilheyrandi tollum og mögulegum refsiaðgerðum gegn Bandaríkjunum. Wall Street Journal segir gengi Bandaríkjadalsins hafa lækkað mjög gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá því Trump tilkynnti tolla sína. Greinendur höfðu búist við því að dalurinn myndi styrkjast. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58 Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Á töflum sem starfsmenn Hvíta hússins birtu í gær mátti sjá að tollarnir sem ríkisstjórnin mun beita gegn hverju ríki fyrir sig er um helmingurinn af því sem Hvíta húsið segir þessi ríki beita Bandaríkin. Tölurnar á töflunum vöktu strax mikla athygli þar sem sérfræðingar sögðu þær í mörgum tilfellum ekki eiga við rök að styðjast. Svo virðist sem að í mörgum tilfellum hafi starfsmenn Hvíta hússins látið tollana taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki, ekki tollum sem þessi ríki beita gegn Bandaríkjunum. Sjá einnig: Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Hagfræðingar, blaðamenn og aðrir fóru fljótt í það að reyna að finna uppruna hinna meintu tolla sem Bandaríkin eru beitt af ríkjum heimsins og hafa margir þeirra komist að niðurstöðu. Svo virðist sem að Trump-liðar hafi deilt viðskiptahallanum við tiltekin ríki með innflutningi þaðan, eins og fram kemur í frétt viðskiptamiðilsins CNBC. Trump-liðar halda því til að mynda fram að Kína beiti Bandaríkin 67 prósenta tollum. Viðskiptahalli ríkjanna árið 2024 var 295,4 milljarðar dala og innflutningur 438,9 milljarðar. Þegar þú deilir 295,4 með 438,9 færðu út 67 prósent. Þessi útreikningur á einnig við mörg önnur ríki á lista Hvíta hússins í gær. this is…incredibly stupid eu: $235.6bn surplus, $605.8bn exports, 235.6/605.8 = 39% claimed tariffs chargedindonesia: $17.9bn surplus, $28.1bn exports, 17.9/28.1 = 64% claimed tariffs chargedindia: $45.7bn surplus, $87.4bn exports, 45.7/87.4 = 52% claimed tariffs charged…— ian bremmer (@ianbremmer) April 3, 2025 Reikniformúla Hvíta hússins virtist þó ekki taka selda þjónustu inn í reikninginn. Þá má bæta við að ef viðskiptahallinn er enginn verða ríkin samt beitt tíu prósenta tollum. Almennu tíu prósenta tollarnir eiga að taka gildi þann 5. apríl. Hinir þann 9. apríl. Sjá einnig: Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Útreikningar áðurnefndra sérfræðinga voru svo að mestu leyti staðfestir af yfirvöldum í Bandaríkjunum í gær en reiknireglan sem notast var við var birt á vef viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna. Þessi reikniregla gæti gefið bandarískum erindrekum sterkari samningastöðu í viðræðum um nýja viðskiptasamninga við ríki heims, samkvæmt sérfræðingum sem CNBC ræddi við. Einn þeirra sagði þó að reiknireglan kæmi sérstaklega niður á fátækum löndum Asíu. Þau ríki framleiði mikið fyrir bandarískan markað en eigi erfitt með að rétta viðskiptahallann vegna þess hve bandarískar vörur eru dýrar. Þróunaraðstoð lokið og nú tollar Eins og fram kemur í frétt Bloomberg hafði Trump áður bundið enda á þróunaraðstoð til þessara ríkja. Á athöfninni í Rósagarðinum í gær beindi Trump orðum sínum að Kambódíu, sem verður beitt 49 prósenta tolli. „Oh, sjáið Kambódíu, 97 prósent,“ sagði Trump og var hann þá að vísa til hinna meintu tolla sem Kambódía á að hafa beitt Bandaríkjunum. „Þeir hafa stórgrætt á Bandaríkjunum.“ Meðallaun í Kambódíu er talinn minni en fimmtungur af meðallaunum heimsins. Kínverjar standa frammi fyrir hæsta tollinum vegna aðgerða Trumps. Eftir að nýjustu tollarnir taka gildi þann 9. apríl munu Bandaríkin beita Kína grunntolli upp á 54 prósent. Hann gæti þar að auki hækkað enn frekar í framtíðinni en það ku vera til skoðunar innan veggja Hvíta hússins að hækka þá um 25 prósent til viðbótar vegna olíukaupa Kínverja frá Venesúela. Vill auka framleiðslu í Bandaríkjunum Markmið Trumps virðist vera að auka framleiðslu í Bandaríkjunum. Þegar hann tilkynnti tollana í gær lýsti hann því yfir að störfum og verksmiðjum myndi fjölga aftur í Bandaríkjunum og hélt hann því fram að sú þróun væri þegar hafin. Þá sagði hann að þau fyrirtæki eða ríki sem kvörtuðu stæðu frammi fyrir einfaldri lausn. „Ef þið viljið að tollarnir séu núll, þá framleiðið þið vörur ykkar hér í Bandaríkjunum.“ Sérfræðingar búast við því að tollarnir muni valda mikilli óreiðu og munu ráðamenn ríkja heimsins að öllum líkindum svara fyrir sig með tilheyrandi tollum og mögulegum refsiaðgerðum gegn Bandaríkjunum. Wall Street Journal segir gengi Bandaríkjadalsins hafa lækkað mjög gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá því Trump tilkynnti tolla sína. Greinendur höfðu búist við því að dalurinn myndi styrkjast.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58 Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57
„Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42