Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar 2. apríl 2025 19:00 Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun