Alþingi hafi átt að vera upplýst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að þáverandi utanríkisráðherra hefði átt að upplýsa Alþingi um uppfærslu á varnarsamningnum við Bandaríkin. Vísir Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira