Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 09:13 Ljósmynd af Zhenhao Zou sem tekin er úr myndbandsupptöku. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tíu konum en óttast er að fórnarlömbin séu margfalt fleiri. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að fórnarlömb kínverska raðnauðgarans Zhenhao Zou, sem var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að nauðga tíu konum, séu fleiri en sextíu talsins. Zou bauð konum heim til sín, byrlaði þeim og tók upp nauðganirnar. Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum. Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum.
Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira