„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. apríl 2025 16:00 Alexandra Jóhannsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. Alexandra gekk í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá Fiorentina á Ítalíu fyrir nýhafna leiktíð. Hún hefur farið vel af stað í upphafi leiktíðar. Alexandra lagði upp í fyrsta leik og skoraði í þeim næsta en Kristianstad er með þrjú stig eftir þá fyrstu tvo leiki í deildinni. Hún hefði þó fremur kosið sigur í fyrsta leiknum. Klippa: Alexandra vel stemmd „Þetta hefur byrjað ágætlega, hjá mér persónulega. En stoðsending í fyrsta leik gerir kannski ekki mikið ef þú vinnur ekki leikinn. Ég hefði frekar tekið sigurinn en stoðsendingu,“ segir Alexandra. Hún er liðsfélagi þeirra Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýjar Árnadóttur hjá sænska liðinu og kann vel við að hafa aðra íslenska leikmenn með sér. „Mér líður ótrúlega vel. Það hafa allir komið mér rosalega vel inn í þetta og halda voðalega vel utan um mig. Íslendingarnir eru búnir að taka mig inn í fjölskylduna, þetta er rosalega gott. Þetta er svolítið fjölskylduumhverfi og maður finnur hvað Íslendingarnir standa vel saman og þétt við bakið á hvorum öðrum,“ segir Alexandra, sem hefur ekki haft íslenska liðsfélaga áður á tíma sínum í Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er frábrugðið lífinu á Ítalíu og í Þýskalandi. Ég er ekki vön þessu. Ég er vön því að vera eini Íslendingurinn, með enga aðra í kringum mig, svo mér líður svolítið eins og ég sé heima,“ segir Alexandra. Ekkert vandamál að spila á Valbjarnarvelli Einhverjir leikmenn æfðu í gær á meðan aðrir fóru í ræktina eftir átök með félagsliði um helgina. Þá æfði allur hópurinn saman á Þróttarvelli í dag. „Hópurinn kom saman í gær og þeir sem voru kannski að spila minna æfðu í gær og svo fyrsta alvöru æfingin í dag. Það er flott æfing í dag, ég held að allir geti verið sammála um það, góð ákefð og góður fókus,“ segir Alexandra. Hún segir þá rótið á liðinu, sem spilar á heimavelli Þróttar í komandi leikjum, ekki hafa áhrif. „Nei, nei. Við höfum allar spilað á Íslandi og spilað á öllum þessum völlum hérna heima. Svo sjáum við Laugardalsvöllinn þarna hinu megin, okkur líður bara vel,“ segir Alexandra. Missir af Glódísi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun ekki spila komandi leiki. Hún hefur aldrei misst úr landsleik vegna meiðsla og því eilítið sérstakt að mæta til leiks með landsliðinu og hún fjarverandi. „Jú, auðvitað. Það er svakalegur missir fyrir okkur, fyrirliðinn okkar og leiðtogi liðsins. Það bara gefur öðrum tækifæri til að stíga upp og taka við keflinu,“ segir Alexandra. Ísland er með eitt stig í Þjóðadeildinni eftir fyrstu tvo leikina við Sviss og Frakkland ytra í síðasta mánuði. Stefnan er að fjölga stigunum í komandi heimaleikjum við Noreg og Sviss. „Við hefðum viljað hafa náð í fleiri stig í síðasta glugga. En ef og hefði. Auðvitað förum við inn í leikinn á föstudaginn til að sækja þrjú stig. Við byrjum þar og sjáum svo með þriðjudaginn,“ segir Alexandra. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Alexandra gekk í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá Fiorentina á Ítalíu fyrir nýhafna leiktíð. Hún hefur farið vel af stað í upphafi leiktíðar. Alexandra lagði upp í fyrsta leik og skoraði í þeim næsta en Kristianstad er með þrjú stig eftir þá fyrstu tvo leiki í deildinni. Hún hefði þó fremur kosið sigur í fyrsta leiknum. Klippa: Alexandra vel stemmd „Þetta hefur byrjað ágætlega, hjá mér persónulega. En stoðsending í fyrsta leik gerir kannski ekki mikið ef þú vinnur ekki leikinn. Ég hefði frekar tekið sigurinn en stoðsendingu,“ segir Alexandra. Hún er liðsfélagi þeirra Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýjar Árnadóttur hjá sænska liðinu og kann vel við að hafa aðra íslenska leikmenn með sér. „Mér líður ótrúlega vel. Það hafa allir komið mér rosalega vel inn í þetta og halda voðalega vel utan um mig. Íslendingarnir eru búnir að taka mig inn í fjölskylduna, þetta er rosalega gott. Þetta er svolítið fjölskylduumhverfi og maður finnur hvað Íslendingarnir standa vel saman og þétt við bakið á hvorum öðrum,“ segir Alexandra, sem hefur ekki haft íslenska liðsfélaga áður á tíma sínum í Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er frábrugðið lífinu á Ítalíu og í Þýskalandi. Ég er ekki vön þessu. Ég er vön því að vera eini Íslendingurinn, með enga aðra í kringum mig, svo mér líður svolítið eins og ég sé heima,“ segir Alexandra. Ekkert vandamál að spila á Valbjarnarvelli Einhverjir leikmenn æfðu í gær á meðan aðrir fóru í ræktina eftir átök með félagsliði um helgina. Þá æfði allur hópurinn saman á Þróttarvelli í dag. „Hópurinn kom saman í gær og þeir sem voru kannski að spila minna æfðu í gær og svo fyrsta alvöru æfingin í dag. Það er flott æfing í dag, ég held að allir geti verið sammála um það, góð ákefð og góður fókus,“ segir Alexandra. Hún segir þá rótið á liðinu, sem spilar á heimavelli Þróttar í komandi leikjum, ekki hafa áhrif. „Nei, nei. Við höfum allar spilað á Íslandi og spilað á öllum þessum völlum hérna heima. Svo sjáum við Laugardalsvöllinn þarna hinu megin, okkur líður bara vel,“ segir Alexandra. Missir af Glódísi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun ekki spila komandi leiki. Hún hefur aldrei misst úr landsleik vegna meiðsla og því eilítið sérstakt að mæta til leiks með landsliðinu og hún fjarverandi. „Jú, auðvitað. Það er svakalegur missir fyrir okkur, fyrirliðinn okkar og leiðtogi liðsins. Það bara gefur öðrum tækifæri til að stíga upp og taka við keflinu,“ segir Alexandra. Ísland er með eitt stig í Þjóðadeildinni eftir fyrstu tvo leikina við Sviss og Frakkland ytra í síðasta mánuði. Stefnan er að fjölga stigunum í komandi heimaleikjum við Noreg og Sviss. „Við hefðum viljað hafa náð í fleiri stig í síðasta glugga. En ef og hefði. Auðvitað förum við inn í leikinn á föstudaginn til að sækja þrjú stig. Við byrjum þar og sjáum svo með þriðjudaginn,“ segir Alexandra. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast