Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar 1. apríl 2025 13:02 Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug. Millilandaflug hefur svo blessunarlega aukist og er nú komið til að vera um Akureyrarflugvöll. Þrátt fyrir góðan vilja var hins vegar fyrirséð frá byrjun að þessi viðbygging yrði of lítil, en Norðlendingar taka á móti sínu fólki erlendis frá í kulda og trekki utandyra, þar sem hvorki var gert ráð fyrir móttökusal, né innritunarsal sem annað gæti einni millilandavél og einni innanlandsvél á sama tíma. Þannig hríslast fólk í innritun og hittir svo fagnandi ástvini að fríi loknu úti á plani í hvaða veðri sem er, sem eins og allir vita er samt oftast ágætt fyrir norðan. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt um verklok á nýrri álmu á Keflavíkurflugvelli, er 30 milljarða framkvæmdum við þá byggingu var lokið og farþegum hleypt í dýrðina. Sú opnun var einn áfangi 150 milljarða uppbyggingaráætlunar ISAVIA í Keflavík. Þá varðar reyndar lítið um hvað er að gerast á öðrum flugvöllum á landinu, því þeir eru ekki á ábyrgð félagsins né efnahagsreikningi. Nú kunna sumir að hvá. Er ekki ISAVIA ábyrgt fyrir öllum flugvallarmannvirkjum á landinu? Jú, en samt ekki. Eins og það er ISAVIA ohf. er eingöngu með Keflavíkurflugvöll og mannvirki hans á sínum efnahagsreikningi. Allir aðrir flugvellir landsins eru á ríkisreikningnum og reknir með fé af fjárlögum. Dótturfélag ISAVIA, Isavia Innanlands ehf., sinnir starfrækslu þessara flugvalla allra samkvæmt sérstökum samningi við ríkissjóð, en fjárhæð þess samnings (ávallt of lítil) er ákveðin á fjárlögum hvers árs, að meðaltali 2,5 milljarðar á ári undanfarin ár. ISAVIA ohf., fyrirtæki í eigu skattgreiðanda sem er rekstrar- og umsjónaraðili Keflavíkurflugvallar, skilaði nálega 7,5 milljörðum króna í hagnað eftir skatt á undanförnum tveimur árum, eða sem svarar til heildarfjárhæðar sem notuð var til rekstrar og viðhalds allra annarra flugvalla á landinu s.l. 5 ár.Ástæða þess að ég sting niður penna er sú staðreynd að ISAVIA hefur boðað að það muni fara fram á aukið hlutafé árlega úr ríkissjóði næstu ár, til að geta haldið dampi með metnaðarfulla fjárfestingaráætlun sína í Keflavík, meðan ekki er vikið orði eða aur að öðrum flugvöllum landsins, sem virðast mega éta það sem úti frýs, sem fyrr. Athyglisverð voru orð fráfarandi stjórnarformanns ISAVIA um að í ljósi ofangreindra áætlana væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að eigendafyrirsvar félagsins, fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, kynni skil á nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags ISAVIA varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það þarf semsagt að segja ríkissjóði hvað stjórn og starfsmenn ríkisfyrirtækisins ætla að gera þannig að fjármálaráðherra opni veskið. Enginn heima? Það er jafnan svo að eigendur fyrirtækja móta stefnu og sjá til þess að stjórn og starfsfólk framfylgi vilja eigandans. Það er ekki svo hér. Þetta olígarkíska fyrirkomulag hefur náð að þroskast vegna þess að eigandi félagsins, ríkissjóður f.h. skattgreiðenda, hefur ekki sett félaginu skýra eigendastefnu um það hvernig málum þess og stefnu skuli háttað. Núverandi eigendastefna inniheldur ekkert um uppbyggingu og viðhald alls flugvallakerfisins, þmt aðflugsbúnaðar, flugbrauta og flugstöðva um land allt. Sorgleg skúraþyrping í Vatnsmýrinni ber þessu ekki fagurt vitni, en uppistaðan í flugstöðinni þar er frá síðari heimsstyrjöld og engum til sóma. Sömu sögu má segja um land allt, þar sem flugvellir hafa drabbast niður því viðhaldi mannvirkja er ekki sinnt og nauðsynlegar endurbætur hafa náðst seint og illa fram. Í millitíðinni er blásið í frekari uppbyggingaráform í Keflavík. Í ljósi þess að varaflugvellirnir á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík hafa ekki þróast á sama hraða og Keflvíkurflugvöllur, ætti forsenda frekari uppbyggingar og markaðssetningar Keflavíkur að vera uppbygging, nútímavæðing og markaðssetning annarra flugvalla landsins. Við það fengist bætt nýting landsins alls með jafnari ágangi ferðamanna með aukningu millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði, auk þess sem alþjóðlegum öryggiskröfum um viðunandi varaflugvelli Keflavíkur yrði fullnægt. Við erum á undanþágu frá alþjóðareglum eins og staðan er í dag. Í raun er það rannsóknarefni hvernig uppbygging í Keflavík hefur fengið að fara fram án þess að skeytt sé um heildaráhrif hennar og að forsendur vaxtar Keflavíkurflugvallar séu fullbúnir varaflugvellir. Góði hirðirinn Ríkið verður að setja ISAVIA ohf. eigendastefnu sem miðar að því að félagið sinni rekstri, uppbyggingu og viðhaldi alls flugvallarkerfisins á eigin reikning, en bíði ekki eftir samþykki fjárlaga til að sjá hvort hægt sé að malbika flugbrautir, hanna aðflug eða tryggja á annan hátt öryggi. Á Norðurlöndunum er fyrirkomulagið þannig að stóru, tekjuskapandi flugvellirnir fjámagna hina vellina sem ekki hafa slíkar tekjustoðir, en lykilatriði er að þetta sé gert af sama félaginu, sem jafnframt tryggir öryggi allra flugvallanna. Lokaður klúbbur um rekstur verslunarmiðstöðvar á Reykjanesi er ekki einkamál starfsfólks og stjórnarmanna ISAVIA. Þótt vöxtur og fjölgun tengimöguleika um Keflavík sé jákvætt fyrir alla landsmenn, þá má það ekki gerast þannig að við pissum í skóinn okkar til langrar framtíðar og höldum áfram að sporðreisa landið með ríkisrekinni fákeppni. Þessi mál þarf að hugsa í áratugum en ekki ársfjórðungum. Þetta fé þarf hirði með staf. Höfundur er viðskiptafræðingur, flugmaður, framfarasinni og skattgreiðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyrarflugvöllur Isavia Fréttir af flugi Rekstur hins opinbera Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug. Millilandaflug hefur svo blessunarlega aukist og er nú komið til að vera um Akureyrarflugvöll. Þrátt fyrir góðan vilja var hins vegar fyrirséð frá byrjun að þessi viðbygging yrði of lítil, en Norðlendingar taka á móti sínu fólki erlendis frá í kulda og trekki utandyra, þar sem hvorki var gert ráð fyrir móttökusal, né innritunarsal sem annað gæti einni millilandavél og einni innanlandsvél á sama tíma. Þannig hríslast fólk í innritun og hittir svo fagnandi ástvini að fríi loknu úti á plani í hvaða veðri sem er, sem eins og allir vita er samt oftast ágætt fyrir norðan. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt um verklok á nýrri álmu á Keflavíkurflugvelli, er 30 milljarða framkvæmdum við þá byggingu var lokið og farþegum hleypt í dýrðina. Sú opnun var einn áfangi 150 milljarða uppbyggingaráætlunar ISAVIA í Keflavík. Þá varðar reyndar lítið um hvað er að gerast á öðrum flugvöllum á landinu, því þeir eru ekki á ábyrgð félagsins né efnahagsreikningi. Nú kunna sumir að hvá. Er ekki ISAVIA ábyrgt fyrir öllum flugvallarmannvirkjum á landinu? Jú, en samt ekki. Eins og það er ISAVIA ohf. er eingöngu með Keflavíkurflugvöll og mannvirki hans á sínum efnahagsreikningi. Allir aðrir flugvellir landsins eru á ríkisreikningnum og reknir með fé af fjárlögum. Dótturfélag ISAVIA, Isavia Innanlands ehf., sinnir starfrækslu þessara flugvalla allra samkvæmt sérstökum samningi við ríkissjóð, en fjárhæð þess samnings (ávallt of lítil) er ákveðin á fjárlögum hvers árs, að meðaltali 2,5 milljarðar á ári undanfarin ár. ISAVIA ohf., fyrirtæki í eigu skattgreiðanda sem er rekstrar- og umsjónaraðili Keflavíkurflugvallar, skilaði nálega 7,5 milljörðum króna í hagnað eftir skatt á undanförnum tveimur árum, eða sem svarar til heildarfjárhæðar sem notuð var til rekstrar og viðhalds allra annarra flugvalla á landinu s.l. 5 ár.Ástæða þess að ég sting niður penna er sú staðreynd að ISAVIA hefur boðað að það muni fara fram á aukið hlutafé árlega úr ríkissjóði næstu ár, til að geta haldið dampi með metnaðarfulla fjárfestingaráætlun sína í Keflavík, meðan ekki er vikið orði eða aur að öðrum flugvöllum landsins, sem virðast mega éta það sem úti frýs, sem fyrr. Athyglisverð voru orð fráfarandi stjórnarformanns ISAVIA um að í ljósi ofangreindra áætlana væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að eigendafyrirsvar félagsins, fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, kynni skil á nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags ISAVIA varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það þarf semsagt að segja ríkissjóði hvað stjórn og starfsmenn ríkisfyrirtækisins ætla að gera þannig að fjármálaráðherra opni veskið. Enginn heima? Það er jafnan svo að eigendur fyrirtækja móta stefnu og sjá til þess að stjórn og starfsfólk framfylgi vilja eigandans. Það er ekki svo hér. Þetta olígarkíska fyrirkomulag hefur náð að þroskast vegna þess að eigandi félagsins, ríkissjóður f.h. skattgreiðenda, hefur ekki sett félaginu skýra eigendastefnu um það hvernig málum þess og stefnu skuli háttað. Núverandi eigendastefna inniheldur ekkert um uppbyggingu og viðhald alls flugvallakerfisins, þmt aðflugsbúnaðar, flugbrauta og flugstöðva um land allt. Sorgleg skúraþyrping í Vatnsmýrinni ber þessu ekki fagurt vitni, en uppistaðan í flugstöðinni þar er frá síðari heimsstyrjöld og engum til sóma. Sömu sögu má segja um land allt, þar sem flugvellir hafa drabbast niður því viðhaldi mannvirkja er ekki sinnt og nauðsynlegar endurbætur hafa náðst seint og illa fram. Í millitíðinni er blásið í frekari uppbyggingaráform í Keflavík. Í ljósi þess að varaflugvellirnir á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík hafa ekki þróast á sama hraða og Keflvíkurflugvöllur, ætti forsenda frekari uppbyggingar og markaðssetningar Keflavíkur að vera uppbygging, nútímavæðing og markaðssetning annarra flugvalla landsins. Við það fengist bætt nýting landsins alls með jafnari ágangi ferðamanna með aukningu millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði, auk þess sem alþjóðlegum öryggiskröfum um viðunandi varaflugvelli Keflavíkur yrði fullnægt. Við erum á undanþágu frá alþjóðareglum eins og staðan er í dag. Í raun er það rannsóknarefni hvernig uppbygging í Keflavík hefur fengið að fara fram án þess að skeytt sé um heildaráhrif hennar og að forsendur vaxtar Keflavíkurflugvallar séu fullbúnir varaflugvellir. Góði hirðirinn Ríkið verður að setja ISAVIA ohf. eigendastefnu sem miðar að því að félagið sinni rekstri, uppbyggingu og viðhaldi alls flugvallarkerfisins á eigin reikning, en bíði ekki eftir samþykki fjárlaga til að sjá hvort hægt sé að malbika flugbrautir, hanna aðflug eða tryggja á annan hátt öryggi. Á Norðurlöndunum er fyrirkomulagið þannig að stóru, tekjuskapandi flugvellirnir fjámagna hina vellina sem ekki hafa slíkar tekjustoðir, en lykilatriði er að þetta sé gert af sama félaginu, sem jafnframt tryggir öryggi allra flugvallanna. Lokaður klúbbur um rekstur verslunarmiðstöðvar á Reykjanesi er ekki einkamál starfsfólks og stjórnarmanna ISAVIA. Þótt vöxtur og fjölgun tengimöguleika um Keflavík sé jákvætt fyrir alla landsmenn, þá má það ekki gerast þannig að við pissum í skóinn okkar til langrar framtíðar og höldum áfram að sporðreisa landið með ríkisrekinni fákeppni. Þessi mál þarf að hugsa í áratugum en ekki ársfjórðungum. Þetta fé þarf hirði með staf. Höfundur er viðskiptafræðingur, flugmaður, framfarasinni og skattgreiðandi
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun