Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2025 08:54 Paul Mescal (Paul), Joseph Quinn (George), Barry Keoghan (Ringo) og Harris Dickinson (John) á sviðinu á CinemaCon í Caesars Palace í Las Vegas í gær. AP Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028. Greint var frá þessu á kvikmyndamessu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær þar sem leikararnir mættu á svið ásamt leikstjóranum Mendes. Til stendur að gera fjórar kvikmyndir, þar sem kastljósinu verður beint að einum Bítli í hverri mynd. Englendingurinn Harris Dickinson, sem þekktur er úr myndinni Babygirl, mun túlka John Lennon og Írinn Paul Mescal, sem er meðal annars þekktur úr Gladiator II, mun fara með hlutverk Paul McCartney. Þá mun Írinn Barry Keoghan, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í The Banshees of Inisherin, Dunkirk og Saltburn, fara með hlutverk trommarans Ringo Starr, og Englendingurinn Joseph Quinn túlka George Harrison. Quinn vakti síðast athygli fyrir hlutverk sitt sem keisarinn Geta í Gladiator II. Sam Mendes í Vegas í gær.AP Reiknað er með að þættirnir verði sýndir árið 2028. Leikstjórinn Sam Mendes er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við American Beauty (1999), Road to Perdition (2002), Jarhead (2005), Revolutionary Road (2008), Skyfall (2012), Spectre (2015) og stríðsmyndinni 1917 (2019). Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Greint var frá þessu á kvikmyndamessu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær þar sem leikararnir mættu á svið ásamt leikstjóranum Mendes. Til stendur að gera fjórar kvikmyndir, þar sem kastljósinu verður beint að einum Bítli í hverri mynd. Englendingurinn Harris Dickinson, sem þekktur er úr myndinni Babygirl, mun túlka John Lennon og Írinn Paul Mescal, sem er meðal annars þekktur úr Gladiator II, mun fara með hlutverk Paul McCartney. Þá mun Írinn Barry Keoghan, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í The Banshees of Inisherin, Dunkirk og Saltburn, fara með hlutverk trommarans Ringo Starr, og Englendingurinn Joseph Quinn túlka George Harrison. Quinn vakti síðast athygli fyrir hlutverk sitt sem keisarinn Geta í Gladiator II. Sam Mendes í Vegas í gær.AP Reiknað er með að þættirnir verði sýndir árið 2028. Leikstjórinn Sam Mendes er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við American Beauty (1999), Road to Perdition (2002), Jarhead (2005), Revolutionary Road (2008), Skyfall (2012), Spectre (2015) og stríðsmyndinni 1917 (2019).
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira