Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 1. apríl 2025 07:33 Nú þegar búið er að ljúka við nauðsynlegar trjáfellingar í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar myndast tækifæri til að endurhugsa svæðið sem stendur eftir og skapa þar skilyrði fyrir aukna útivistarmöguleika fyrir almenning. Í dag leggur Framsókn fram tillögu í borgarstjórn um að vinna við framtíðarskipulag á því svæði í Öskjuhlíð þar sem tré hafa verið felld vegna Reykjavíkurflugvallar verði unnin í samstarfi við skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið og miði að því að þar verði leik- og útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa. Tækifæri í mótvægisaðgerð Með tillögunni er verið að bregðast við því að fella þurfti tré við enda austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar til þess að tryggja rekstaröryggi flugvallarins. Ákveða þarf hvað á að gera við það svæði sem eftir stendur: hvort að þar eigi að gróðursetja aftur tré sem síðar gæti þurft að fella til að tryggja flugöryggi eða hvort við eigum að nýta tækifærið og skipuleggja svæðið til framtíðar sem aðlaðandi grænt svæði fyrir almenning án þess að stofna flugöryggi í hættu? Það síðarnefnda leggjum við í Framsókn til. Tækifæri til að skipuleggja leik- og útivistarsvæði Öskjuhlíðin er vinsælt útivistarsvæði enda staðsett í nálægð við miðbæ Reykjavíkur og fjölmenn hverfi borgarinnar. Það er því mikilvægt að svæðið sé áfram aðlaðandi og nýtist raunverulega sem grænt svæði fyrir almenning. Með vel skipulögðu leiksvæði í Öskjuhlíðinni sem er hannað fyrir alla aldurshópa og í takt við hið náttúrulega umhverfi mætti bregðast við ákalli um fleiri leiksvæði í nálægð við miðbæ Reykjavíkur samhliða því að skapa jákvæða upplifun af þessu græna svæði fyrir ólíka aldurshópa. Ömmur og afar gætu þannig notið svæðisins til jafns við barnabörnin, til dæmis með rólum fyrir börn og fullorðna og svæðum fyrir lautarferðir. Skipulagsmál hafa bein áhrif á lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum eykur útivist og góð aðstaða til hreyfingar eykur hreyfingu. Í Öskjuhlíðinni eru göngu- og hjólaleiðir en þar mætti koma upp aðstöðu fyrir hópa sem vilja stunda aðra hreyfingu svo sem jóga eða stunda hugleiðslu í náttúrunni. Mikilvægt er því að framtíðarskipulag svæðisins sé unnið í samstarfi við menningar- og íþróttasvið borgarinnar og sé unnið í samræmi við lýðheilsustefnu borgarinnar. Með skipulaginu væri þannig hægt að skapa frekari aðstæður í nærumhverfinu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og verja tíma úti í náttúrunni. Tækifæri til útikennslu Með því að skipuleggja svæðið í samstarfi við skóla- og frístundasvið skapast einstakt tækifæri til að nýta svæðið fyrir skóla- og frístundastarf. Þannig geta börn fengið að taka þátt í að byggja upp svæðið og notað það fyrir leik- og útivist ásamt því að læra um skógrækt og landgræðslu í Öskjuhlíðinni. Í samstarfi við leik- og grunnskóla í nágrenni Öskjuhlíðar væri þá hægt að byggja þar upp útikennslusvæði. Útikennsla er þverfagleg kennsluaðferð sem felur meðal annars í sér tækifæri til að tengja náttúruna við viðfangsefni úr ýmsum námsgreinum samhliða því að stunda hreyfiþjálfun. Í útikennslu læra nemendur að þekkja, skilja og virða náttúruna og nærumhverfið sitt. Einnig væri hægt að koma upp matjurtagörðum á svæðinu til að kenna börnum að rækta matjurtir. Tækifæri til fræðslu um svæðið Auk náttúrufegurðar býr Öskjuhlíðin yfir merkilegri sögu og þar eru meðal annars staðsettar jarð- og mannvistarminjar frá stríðsárunum. Sögunni mætti gera hærra undir höfði með því að setja upp sögugöngur eða ratleiki fyrir börn og fullorðna í Öskjuhlíðinni. Þannig gæfist tækifæri til að miðla sögu svæðisins til borgarbúa og gesta borgarinnar ásamt því að styrkja heildarmynd svæðisins í tengslum við þá menningarupplifun sem staðsett er í Perlunni. Á svæðinu mætti einnig koma upp upplýsingaskiltum fyrir almenning um gróðurfar, fuglalíf og dýralíf í Öskjuhlíð. Möguleikarnir í Öskjuhlíðinni eru óþrjótandi og trjáfellingarnar hafa skapað tækifæri til að skipuleggja leik- og útivistarsvæði sem mætir þörfum fólks á öllum aldri. Með því að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna framtíðarskipulag svæðisins í samstarfi við skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið er hægt að móta heildstæða sýn fyrir svæðið sem tekur mið af þekkingu fagsviðana. Ég vona að borgarstjórn sjái tækifærin sem felast í því að til að skipuleggja framtíðar útivistarperlu í Öskjuhlíð sem eykur útivist, samveru og eflir lýðheilsu. Það er tækifæri sem ætti að nýta! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú þegar búið er að ljúka við nauðsynlegar trjáfellingar í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar myndast tækifæri til að endurhugsa svæðið sem stendur eftir og skapa þar skilyrði fyrir aukna útivistarmöguleika fyrir almenning. Í dag leggur Framsókn fram tillögu í borgarstjórn um að vinna við framtíðarskipulag á því svæði í Öskjuhlíð þar sem tré hafa verið felld vegna Reykjavíkurflugvallar verði unnin í samstarfi við skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið og miði að því að þar verði leik- og útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa. Tækifæri í mótvægisaðgerð Með tillögunni er verið að bregðast við því að fella þurfti tré við enda austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar til þess að tryggja rekstaröryggi flugvallarins. Ákveða þarf hvað á að gera við það svæði sem eftir stendur: hvort að þar eigi að gróðursetja aftur tré sem síðar gæti þurft að fella til að tryggja flugöryggi eða hvort við eigum að nýta tækifærið og skipuleggja svæðið til framtíðar sem aðlaðandi grænt svæði fyrir almenning án þess að stofna flugöryggi í hættu? Það síðarnefnda leggjum við í Framsókn til. Tækifæri til að skipuleggja leik- og útivistarsvæði Öskjuhlíðin er vinsælt útivistarsvæði enda staðsett í nálægð við miðbæ Reykjavíkur og fjölmenn hverfi borgarinnar. Það er því mikilvægt að svæðið sé áfram aðlaðandi og nýtist raunverulega sem grænt svæði fyrir almenning. Með vel skipulögðu leiksvæði í Öskjuhlíðinni sem er hannað fyrir alla aldurshópa og í takt við hið náttúrulega umhverfi mætti bregðast við ákalli um fleiri leiksvæði í nálægð við miðbæ Reykjavíkur samhliða því að skapa jákvæða upplifun af þessu græna svæði fyrir ólíka aldurshópa. Ömmur og afar gætu þannig notið svæðisins til jafns við barnabörnin, til dæmis með rólum fyrir börn og fullorðna og svæðum fyrir lautarferðir. Skipulagsmál hafa bein áhrif á lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum eykur útivist og góð aðstaða til hreyfingar eykur hreyfingu. Í Öskjuhlíðinni eru göngu- og hjólaleiðir en þar mætti koma upp aðstöðu fyrir hópa sem vilja stunda aðra hreyfingu svo sem jóga eða stunda hugleiðslu í náttúrunni. Mikilvægt er því að framtíðarskipulag svæðisins sé unnið í samstarfi við menningar- og íþróttasvið borgarinnar og sé unnið í samræmi við lýðheilsustefnu borgarinnar. Með skipulaginu væri þannig hægt að skapa frekari aðstæður í nærumhverfinu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og verja tíma úti í náttúrunni. Tækifæri til útikennslu Með því að skipuleggja svæðið í samstarfi við skóla- og frístundasvið skapast einstakt tækifæri til að nýta svæðið fyrir skóla- og frístundastarf. Þannig geta börn fengið að taka þátt í að byggja upp svæðið og notað það fyrir leik- og útivist ásamt því að læra um skógrækt og landgræðslu í Öskjuhlíðinni. Í samstarfi við leik- og grunnskóla í nágrenni Öskjuhlíðar væri þá hægt að byggja þar upp útikennslusvæði. Útikennsla er þverfagleg kennsluaðferð sem felur meðal annars í sér tækifæri til að tengja náttúruna við viðfangsefni úr ýmsum námsgreinum samhliða því að stunda hreyfiþjálfun. Í útikennslu læra nemendur að þekkja, skilja og virða náttúruna og nærumhverfið sitt. Einnig væri hægt að koma upp matjurtagörðum á svæðinu til að kenna börnum að rækta matjurtir. Tækifæri til fræðslu um svæðið Auk náttúrufegurðar býr Öskjuhlíðin yfir merkilegri sögu og þar eru meðal annars staðsettar jarð- og mannvistarminjar frá stríðsárunum. Sögunni mætti gera hærra undir höfði með því að setja upp sögugöngur eða ratleiki fyrir börn og fullorðna í Öskjuhlíðinni. Þannig gæfist tækifæri til að miðla sögu svæðisins til borgarbúa og gesta borgarinnar ásamt því að styrkja heildarmynd svæðisins í tengslum við þá menningarupplifun sem staðsett er í Perlunni. Á svæðinu mætti einnig koma upp upplýsingaskiltum fyrir almenning um gróðurfar, fuglalíf og dýralíf í Öskjuhlíð. Möguleikarnir í Öskjuhlíðinni eru óþrjótandi og trjáfellingarnar hafa skapað tækifæri til að skipuleggja leik- og útivistarsvæði sem mætir þörfum fólks á öllum aldri. Með því að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna framtíðarskipulag svæðisins í samstarfi við skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið er hægt að móta heildstæða sýn fyrir svæðið sem tekur mið af þekkingu fagsviðana. Ég vona að borgarstjórn sjái tækifærin sem felast í því að til að skipuleggja framtíðar útivistarperlu í Öskjuhlíð sem eykur útivist, samveru og eflir lýðheilsu. Það er tækifæri sem ætti að nýta! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun