Trump „mjög reiður“ út í Pútín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. mars 2025 23:12 Myndin sýnir fund forsetanna tveggja í Hamborg árið 2017. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. „Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“ Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
„Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“
Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira