Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2025 20:03 Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindvíkingar fá hvergi að koma að borðinu í stjórnkerfinu með sín mál og segja að öll þeirra mál séu ákveðin í excel skjölum í ráðuneytum í Reykjavík. Þetta kom fram í máli formanns Járngerðar á opnum fundi, sem vill að uppbygging í bæjarfélaginu hefjist strax í vor. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg í gær þar sem hún fór yfir stöðuna í Grindavík og það sem fram undan er. „Markmið þessara samtaka eru mjög skýr. Það er að þrýsta á að uppbygging hefjist eigi síðar að vori núna 2025 og að íbúar fái að gera hollvinasamning eða leigusamning að húsunum sínum til þess að máta sig við nýjan veruleika og kveikja ljósin í bænum,” sagði Guðbjörg og bætti við. „Við viljum koma að borðinu þegar ákvarðanir um okkur eru teknar hvað varðar skipulagningu. Það er staðreynd enda höfum við Grindvíkingar ekki fengið sæti hingað til við það borð, hvergi nokkurs staðar. Það er allt ákveðið í einhverjum exelskjölum í ráðuneytum inn í Reykjavík. Það er eins og það sé markvisst verið að loka á okkur og setja keðju fyrir.” Frá vöfflufundinum hjá Framsókn í Árborg laugardaginn 29. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í máli Guðbjargar kom fram að þau ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík, sem eru að reyna að hefja rekstur á ný séu í miklum vandræðum. „Fjórhjólaleigan okkar var að kaup sér ný fjórhjól. Nei, þið fáið ekki nýjar tryggingar, Grindavík er hættulegasti staður á jarðríki, tryggjum ekki þar,” sagði Guðbjörg. Guðbjörg segir að það vanti algjörlega að tala málefni Grindvíkinga upp, umræðan sé svo neikvæð og leiðinleg. „Það vantar að hætta þessum hræðslu og óttastjórnun, sem er að hálfu, kannski sérstaklega Almannavarna og Veðurstofunnar að okkur finnst,” bætti hún við. Og besti dagur Grindvíkinga er fram undan. „Já, já því við ætlum að halda upp á sjómannadaginn alveg ótrauð áfram. Það er okkar besti dagur ársins, það er bara þannig. Við erum stór og sterkur sjávarútvegsbær þannig að það er okkar aðal dagur,” sagði Guðbjörg, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Félagsmenn í Járngerði vilja að uppbygging í Grindavík hefjist strax í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg í gær þar sem hún fór yfir stöðuna í Grindavík og það sem fram undan er. „Markmið þessara samtaka eru mjög skýr. Það er að þrýsta á að uppbygging hefjist eigi síðar að vori núna 2025 og að íbúar fái að gera hollvinasamning eða leigusamning að húsunum sínum til þess að máta sig við nýjan veruleika og kveikja ljósin í bænum,” sagði Guðbjörg og bætti við. „Við viljum koma að borðinu þegar ákvarðanir um okkur eru teknar hvað varðar skipulagningu. Það er staðreynd enda höfum við Grindvíkingar ekki fengið sæti hingað til við það borð, hvergi nokkurs staðar. Það er allt ákveðið í einhverjum exelskjölum í ráðuneytum inn í Reykjavík. Það er eins og það sé markvisst verið að loka á okkur og setja keðju fyrir.” Frá vöfflufundinum hjá Framsókn í Árborg laugardaginn 29. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í máli Guðbjargar kom fram að þau ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík, sem eru að reyna að hefja rekstur á ný séu í miklum vandræðum. „Fjórhjólaleigan okkar var að kaup sér ný fjórhjól. Nei, þið fáið ekki nýjar tryggingar, Grindavík er hættulegasti staður á jarðríki, tryggjum ekki þar,” sagði Guðbjörg. Guðbjörg segir að það vanti algjörlega að tala málefni Grindvíkinga upp, umræðan sé svo neikvæð og leiðinleg. „Það vantar að hætta þessum hræðslu og óttastjórnun, sem er að hálfu, kannski sérstaklega Almannavarna og Veðurstofunnar að okkur finnst,” bætti hún við. Og besti dagur Grindvíkinga er fram undan. „Já, já því við ætlum að halda upp á sjómannadaginn alveg ótrauð áfram. Það er okkar besti dagur ársins, það er bara þannig. Við erum stór og sterkur sjávarútvegsbær þannig að það er okkar aðal dagur,” sagði Guðbjörg, formaður Járngerðar, sem er hagsmunafélag íbúa Grindavíkur. Félagsmenn í Járngerði vilja að uppbygging í Grindavík hefjist strax í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira