Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. mars 2025 00:00 Ahmad al-Sharaa mun gegna embætti forseta og forsætisráðherra. AP/Mosa'ab Elshamy Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39