Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar í dag. Í miðborginni var annar einstaklingur handtekinn grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann er vistaður í fangaklefa og verður það áfram þar til ástand hans leyfir að við hann verði rætt að sögn lögreglu.
Meðal verkefna lögregluþjóna á lögreglustöð 3 sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breðiholti var að bregðast við slagsmálum sem brutust út í Kópavogi. Tveir voru handteknir og annar þeirra var vistaður í fangaklefa.
Lögreglumenn á lögreglustöð 4 sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Mosfellsbæ fóru á vettvang innbrots í Árbæ. Málið er í rannsókn.