Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar 29. mars 2025 13:02 Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu. Skipstjórnarmenn nútímans reiða sig á vélar, tölvur og tækni, en hvað gerum við þegar tæknin bilar? Þegar vindar og straumar gera tölvurnar ónothæfar? Þegar sjálfstýringin er ekki lengur í boði? Þá verða skipverjar að treysta því að skipstjórnendur séu vandanum vaxnir og kunni að stjórna, þekki til verka og geti framkvæmt þær athafnir sem nauðsynlegar eru. Íslenska þjóðarskútan er nú undir stjórn fólks sem er illa að sér í siglingafræðum (stjórnskipun Íslands). Þau skortir að vísu ekki handbækur (lög og reglur) og auka raunar daglega við regluverkið, m.a. með bremsulausri innleiðingu á reglum frá ESB. En ef siglingin á að vera slysalaus þarf meira en reglur og handbækur. Slysalaus sigling (réttátt og gott stjórnarfar) kallar á að skipstjórnendur hafi nothæfan (siðferðilegan) áttavita. Ef áttavitinn týnist verða lögin að valdatæki í höndum stjórnenda í stað þess að verja borgarana fyrir valdbeitingu. Í spilltum ríkjum situr almenningur uppi með stjórnmálamenn, embættismannastétt og sérfræðinga sem þjóna orðið spilltu kerfi frekar en fólkinu í landinu. Almannahagur, sannleiksást og réttlæti eru í framkvæmd látin víkja fyrir stéttarhagsmunum, hagsmunum hópsins sem menn tilheyra eða fyrir persónulegum hagsmunum þeirra sem t.d. vilja klífa valdastigann. Í slíkum stjórnkerfum molnar undan valdastofnunum, ekki síst vegna alls kyns málamiðlana, sem menn taka þátt í til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þótt það sé á kostnað almennings og kynslóða framtíðarinnar. Ein versta birtingarmynd slíks stjórnarfars (óstjórnar) er þegar réttarkerfin umpólast og lögfræðingar, lögmenn og dómarar hætta að verja frelsi og hagsmuni almennings, en snúa sér þess í stað að því að verja eigin hag með því að framfylgja vilja valdhafa / vilja ríkisins. Þegar svo er komið eru lögfræðingar ekki lengur sjálfstæðir og ábyrgir þjónar réttarins, heldur tannhjól í mulningsvél. Samfélag sem hefur ekki lengur neinn siðferðilegan áttavita, heldur aðeins lagalegan og peningalegan áttavita, getur ekki þjónað fólkinu í landinu. Samfélag sem í orði kveðnu snýst í kringum bókstaf laganna en vanrækir æðstu markmið laganna er á helvegi. Kjarklaust samfélag, án siðferðilegs áttavita og án trúar sem getur þjónað sem akkeri er dæmt til að lenda í vandræðum. Þegar Alþingi, ráðuneyti og aðrar stjórnarstofnanir reyna að stýra án áttavita og án akkeris þá eru þessar stofnanir orðnar ónothæfar og raunar hættulegar samfélaginu sem þær eiga að þjóna. Lokapunkti er náð þegar valdhafar eru orðnir tilbúnir til að virða stjórnarskrána að vettugi ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum, þegar lagatækni er notuð til að réttlæta lögleysu, þegar meginreglur laga eru orðnar að yfirborðskenndu skrauti og þegar æðstu ráðamenn starfa utan við ramma stjórnarskrár og laga. Þetta sjáum við nú gerast þegar Alþingi undirbýr framsal á ríkisvaldi til ESB með frumvarpi um bókun 35 og í því hvernig ráðherrar í ríkisstjórn brjóta daglega gegn hlutleysisstefnu Íslands með því að hella olíu á ófriðarbál í stað þess að tala fyrir friði. Þá hefur hræsni og vanþekking leyst ábyrgð og þekkingu af hólmi. Guð blessi Ísland. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu. Skipstjórnarmenn nútímans reiða sig á vélar, tölvur og tækni, en hvað gerum við þegar tæknin bilar? Þegar vindar og straumar gera tölvurnar ónothæfar? Þegar sjálfstýringin er ekki lengur í boði? Þá verða skipverjar að treysta því að skipstjórnendur séu vandanum vaxnir og kunni að stjórna, þekki til verka og geti framkvæmt þær athafnir sem nauðsynlegar eru. Íslenska þjóðarskútan er nú undir stjórn fólks sem er illa að sér í siglingafræðum (stjórnskipun Íslands). Þau skortir að vísu ekki handbækur (lög og reglur) og auka raunar daglega við regluverkið, m.a. með bremsulausri innleiðingu á reglum frá ESB. En ef siglingin á að vera slysalaus þarf meira en reglur og handbækur. Slysalaus sigling (réttátt og gott stjórnarfar) kallar á að skipstjórnendur hafi nothæfan (siðferðilegan) áttavita. Ef áttavitinn týnist verða lögin að valdatæki í höndum stjórnenda í stað þess að verja borgarana fyrir valdbeitingu. Í spilltum ríkjum situr almenningur uppi með stjórnmálamenn, embættismannastétt og sérfræðinga sem þjóna orðið spilltu kerfi frekar en fólkinu í landinu. Almannahagur, sannleiksást og réttlæti eru í framkvæmd látin víkja fyrir stéttarhagsmunum, hagsmunum hópsins sem menn tilheyra eða fyrir persónulegum hagsmunum þeirra sem t.d. vilja klífa valdastigann. Í slíkum stjórnkerfum molnar undan valdastofnunum, ekki síst vegna alls kyns málamiðlana, sem menn taka þátt í til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þótt það sé á kostnað almennings og kynslóða framtíðarinnar. Ein versta birtingarmynd slíks stjórnarfars (óstjórnar) er þegar réttarkerfin umpólast og lögfræðingar, lögmenn og dómarar hætta að verja frelsi og hagsmuni almennings, en snúa sér þess í stað að því að verja eigin hag með því að framfylgja vilja valdhafa / vilja ríkisins. Þegar svo er komið eru lögfræðingar ekki lengur sjálfstæðir og ábyrgir þjónar réttarins, heldur tannhjól í mulningsvél. Samfélag sem hefur ekki lengur neinn siðferðilegan áttavita, heldur aðeins lagalegan og peningalegan áttavita, getur ekki þjónað fólkinu í landinu. Samfélag sem í orði kveðnu snýst í kringum bókstaf laganna en vanrækir æðstu markmið laganna er á helvegi. Kjarklaust samfélag, án siðferðilegs áttavita og án trúar sem getur þjónað sem akkeri er dæmt til að lenda í vandræðum. Þegar Alþingi, ráðuneyti og aðrar stjórnarstofnanir reyna að stýra án áttavita og án akkeris þá eru þessar stofnanir orðnar ónothæfar og raunar hættulegar samfélaginu sem þær eiga að þjóna. Lokapunkti er náð þegar valdhafar eru orðnir tilbúnir til að virða stjórnarskrána að vettugi ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum, þegar lagatækni er notuð til að réttlæta lögleysu, þegar meginreglur laga eru orðnar að yfirborðskenndu skrauti og þegar æðstu ráðamenn starfa utan við ramma stjórnarskrár og laga. Þetta sjáum við nú gerast þegar Alþingi undirbýr framsal á ríkisvaldi til ESB með frumvarpi um bókun 35 og í því hvernig ráðherrar í ríkisstjórn brjóta daglega gegn hlutleysisstefnu Íslands með því að hella olíu á ófriðarbál í stað þess að tala fyrir friði. Þá hefur hræsni og vanþekking leyst ábyrgð og þekkingu af hólmi. Guð blessi Ísland. Höfundur er lögmaður.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun