Þetta eru niðurstöður Þjóðarpúls Gallup.
Á sama tíma hefur þeim fækkað sem telja að það ætti aðeins að banna símanotkun nemenda í 1. til 7. bekk en 28 prósent svara þannig núna samanborið við 34 prósent árið 2023.
Ellefu prósent eru alfarið á móti banni, samanborið við tíu prósent árið 2023.

Stuðningur við algjört bann eykst með aldri og mælist 46 prósent meðal einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára en 75 prósent á meðal einstaklinga á aldrinum 70 ára og eldri.
Þá er hann afar mismikill eftir því hvaða stjórnmálaflokk menn styðja; minnstur hjá Pírötum, þar sem hann mælist 36 prósent en mestur hjá kjósendum flokks fólksins eða 81 prósent.
