Albanese boðar til þingkosninga Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 07:54 Anthony Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 2022. AP Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. Miklar deilur hafa að undanförnu staðið um hvernig Ástralir ætli sér að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, stefnu í orkumálum og sömuleiðis háan framfærslukostnað ástralsks almennings. Líklegt þykir að þessi mál muni einkenna kosningabaráttuna sem framundan er. Anthony Albanese gekk á fund landshöfðingjans Sam Mostyn, sem er fulltrúi þjóðhöfðingjans Karls Bretakonungs í Ástralíu, fyrr í dag og óskaði þar formlega eftir heimild fyrir því að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Ástralskur almenningur hefur mikið fundið fyrir hárri verðbólgu og háum stýrivöxtum síðustu misserin auk þess að miklar deilur hafa staðið um stöðu húsnæðismarkaðarins. Peter Dutton er leiðtogi Frjálslynda flokksins sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu.AP Í loftslagsmálum hafa bæði Verkamannaflokkur Albanese og Frjálslyndi flokkurinn, sem er stærstur í stjórnarandstöðu, heitið því að gera Ástralíu kolefnishlutlaust fyrir árið 2050 en deila þó um hvernig þeim markmiðum skuli náð. Verkamannaflokkurinn talar fyrir því að leggja skuli aukinn þunga í framleiðslu sólar- og vindorku til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Frjálslyndi flokkurinn vill hins vegar ráðast í smíði sjö ríkisrekinna kjarnorkuvera til að mæta orkuþörf landsins. Verkamannaflokkurinn er nú með 77 þingmenn af þeim 151 sem sæti eiga í neðri deild ástralska þingsins. Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2022 þegar hann tók við af Scott Morrison, þáverandi formanni Frjálslynds flokksins. Kjörtímabilið í Ástralíu er þrjú ár. Skoðanakannanir benda til þess að margir eru óánægðir með störf Albanese, en vinsældir hans eru álíka miklar og Peter Dutton, núverandi formanns Frjálslynds flokksins. Ástralía Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Miklar deilur hafa að undanförnu staðið um hvernig Ástralir ætli sér að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, stefnu í orkumálum og sömuleiðis háan framfærslukostnað ástralsks almennings. Líklegt þykir að þessi mál muni einkenna kosningabaráttuna sem framundan er. Anthony Albanese gekk á fund landshöfðingjans Sam Mostyn, sem er fulltrúi þjóðhöfðingjans Karls Bretakonungs í Ástralíu, fyrr í dag og óskaði þar formlega eftir heimild fyrir því að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Ástralskur almenningur hefur mikið fundið fyrir hárri verðbólgu og háum stýrivöxtum síðustu misserin auk þess að miklar deilur hafa staðið um stöðu húsnæðismarkaðarins. Peter Dutton er leiðtogi Frjálslynda flokksins sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu.AP Í loftslagsmálum hafa bæði Verkamannaflokkur Albanese og Frjálslyndi flokkurinn, sem er stærstur í stjórnarandstöðu, heitið því að gera Ástralíu kolefnishlutlaust fyrir árið 2050 en deila þó um hvernig þeim markmiðum skuli náð. Verkamannaflokkurinn talar fyrir því að leggja skuli aukinn þunga í framleiðslu sólar- og vindorku til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Frjálslyndi flokkurinn vill hins vegar ráðast í smíði sjö ríkisrekinna kjarnorkuvera til að mæta orkuþörf landsins. Verkamannaflokkurinn er nú með 77 þingmenn af þeim 151 sem sæti eiga í neðri deild ástralska þingsins. Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2022 þegar hann tók við af Scott Morrison, þáverandi formanni Frjálslynds flokksins. Kjörtímabilið í Ástralíu er þrjú ár. Skoðanakannanir benda til þess að margir eru óánægðir með störf Albanese, en vinsældir hans eru álíka miklar og Peter Dutton, núverandi formanns Frjálslynds flokksins.
Ástralía Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira