„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Gunnar Gunnarsson skrifar 28. mars 2025 07:02 Sigmar lék sinn fyrsta leik fyrir Hött árið 2010 og kveður sem leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. gunnar gunnarsson Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar. Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“ Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“
Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02