Handbolti

Varði fimm skot gegn gömlu fé­lögunum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki Wisla Plock gegn fyrrum félagi sínu Nantes. 
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki Wisla Plock gegn fyrrum félagi sínu Nantes.  EPA-EFE/Szymon Labinski

Wisla Plock er þremur mörkum yfir í umspilseinvíginu gegn Nantes eftir 28-25 sigur í fyrri leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot gegn sínum gömlu frönsku félögum.

Wisla Plock var sjóðheitt frá fyrstu mínútu og fljótt komið með afgerandi forystu. Sex mörkum munaði um miðjan seinni hálfleik en gestirnir minnkuðu muninn á lokamínútunum.

Viktor Gísli stóð í markinu í 45 mínútur og varði 5 af 25 skotum sem hann fékk á sig.

Liðin mætast aftur næsta miðvikudag, þá í Frakklandi. Sigurvegarinn fer svo í átta liða úrslit og mætir Sporting þar, liði Orra Freys Þorkelssonar.


Tengdar fréttir

Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu

Pick Szeged er marki undir í einvígi sínu gegn PSG eftir 30-31 tap í fyrri leiknum í umspilseinvígi í Meistaradeildinni í handbolta. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×