Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Árni Sæberg skrifar 27. mars 2025 15:32 Nú má notaflugbrautina sem liggur í austur og vestur á Reykjavíkurflugvelli á ný. Vísir/Arnar Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun. Í tilkynningu á vef Samgöngustofu segir að í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu hafi Isavia innanlandsflugvellir látið framkvæma nýtt mat á aðstæðum. Austfirska fyrirtækið Tandrabretti hefur undanfarið staðið í talsverðum framkvæmdum í Öskjuhlíð við að fella mikinn fjölda trjáa í hlíðinni. Hindrunarfletir nú óhindraðir Matið sýni að skilgreindir VSS-fletir séu nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hafi yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar. „Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.“ Hér má sjá hluta þess svæðis sem var rutt trjágróðri. Þá er brautin sem um ræðir efst á myndinni.Vísir/Sigurjón Í minnisblaði Isavia til Reykjavíkurborgar um trjágróður í Öskjuhlíð eru VSS-fletir (e. visual segment surface) skýrðir svo: 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld út frá öryggissvæði flugbrautar og gleikkar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Niðurstaða úr slíku mati getur verið að lækka þurfi hindranir eða fjarlægja þær alfarið. Hafði áhrif á flugöryggi Austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokuð allri flugumferð síðan tilskipunin tók gildi. Lokunin var af mörgum talin mikil ógn við flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, enda þurftu flugmenn í auknum mæli að lenda flugvélum í hliðarvindi vegna lokunarinnar. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samgöngustofu segir að í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu hafi Isavia innanlandsflugvellir látið framkvæma nýtt mat á aðstæðum. Austfirska fyrirtækið Tandrabretti hefur undanfarið staðið í talsverðum framkvæmdum í Öskjuhlíð við að fella mikinn fjölda trjáa í hlíðinni. Hindrunarfletir nú óhindraðir Matið sýni að skilgreindir VSS-fletir séu nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hafi yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar. „Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.“ Hér má sjá hluta þess svæðis sem var rutt trjágróðri. Þá er brautin sem um ræðir efst á myndinni.Vísir/Sigurjón Í minnisblaði Isavia til Reykjavíkurborgar um trjágróður í Öskjuhlíð eru VSS-fletir (e. visual segment surface) skýrðir svo: 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld út frá öryggissvæði flugbrautar og gleikkar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Niðurstaða úr slíku mati getur verið að lækka þurfi hindranir eða fjarlægja þær alfarið. Hafði áhrif á flugöryggi Austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokuð allri flugumferð síðan tilskipunin tók gildi. Lokunin var af mörgum talin mikil ógn við flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, enda þurftu flugmenn í auknum mæli að lenda flugvélum í hliðarvindi vegna lokunarinnar.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira