Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:02 Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mosab Abu Toha er skáld og greinahöfundur fyrir utan það að flytja alheiminum fréttir um rangindin sem eiga sér stað á hverri mínútu í Palestínu. Hann er fæddur 1992, í Al-Shati flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza. Hann hefur gefið út tvö ljóðasöfn, Things You Might Find Hidden in My Ear (2022) og Forest of Noise (2024). Hann er menntaður í íslamska háskólanum í Gaza og Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2017 stofnaði hann Edward Said bókasafnið sem býður upp á námskeið og kennslu í menningartjáningu og palestínskri sögu, auk venjulegrar útlánastarfsemi. Bókasafnið hafði þrjú útibú: tvö á Gaza og eitt í Jerúsalem. Gaza útibúin tvö eru nú í rúst. Mosab flytur nú heimsbyggðinni fréttir af þeim hryllingi sem á sér stað í Gaza. Þjóðarmorð, aftökur, aflimanir, sprengingar, pyntingar og hungursneyð. Hann birtir oft á dag færslur á samfélagsmiðlum en hann hefur einnig birt texta í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum og komið fram í fréttamiðlum eins og CNN og BBC. Á jóladag 2023 birti The New Yorker lýsingu á flótta hans frá Gaza, þar sem hann var handtekinn, niðurlægður og pyntaður af ísraelskum hermönnum. Norska rithöfundasambandið veitir árlega verðlaun til rithöfunda sem styðja við og stuðla að tjáningarfrelsi og að þessu sinni fengu tveir palestínskir höfundar verðlaunin. Þau Adania Shibli og Mosab Abu Toha. Í umsögn sinni um verðlaunahafana segir sambandið: „Saman standa þau í fremstu víglínunni gegn afmennskun á Palestínumönnum, bæði í Palestínu og hér á Vesturlöndum. Saman sýna þau afmennskunina á Palestínumönnum sem á sér stað í dag.“ Og enn fremur, „Mosab Abu Toha eru veitt verðlaunin fyrir hugrekki sitt til að halda áfram starfi sínu í útlegð í Bandaríkjunum og vera áfram rödd fórnarlamba stríðsins.“ Fyrir fáeinum dögum sagði Mosab frá því á samfélagsmiðlum sínum að sjö stúlkur hefðu verið aflimaðar án deyfingar. Í gær flutti hann fréttir af því hvernig ísraelskir landtökumenn og hermenn réðust inn í þorpið Susiya á Vesturbakkanum, vopnaðir hnífum, kylfum og M-16 rifflum og gengu beint að húsi Hamdan Ballal sem er annar leikstjóri No Other Land, heimildamyndarinnar sem vann Óskarsverðlaun nýverið. Þeir köstuðu steinum að húsi hans, eltu Ballal inn í húsið, börðu hann og tóku hann svo og færðu ísraelsku hermönnunum. Blóð rann úr höfði leikstjórans þar sem hann var færður í herbíl. Hann birtir myndir af fjölda manns á dag á sínum samfélagsmiðlum sem hafa verið myrt hrottalega, nágrannar, kunningjar, börn, ungbörn ungur bóndi sem var að huga að jörðinni sinni, 14 ára efnilegur fótboltaleikmaður. Það versta er að ég gæti haldið endalaust áfram upptalningu, þetta er allt fólk ekki tölur, fólk eins og ég og þú. Ofbeldið sem viðgengst í Palestínu í dag er slíkt að það er varla hægt að horfa, hins vegar getum við ekki og megum ekki líta undan. Mosab Abu Toha yrkir í miðju þjóðarmorði, þar sem illskan á sér engin mörk, af heiðarleika og ótrúlegri elju. Í bók sinni Hlutir sem þú gætir fundið hulda í mínu eyra nær hann á einstakan hátt að lýsa grimmd hversdagslífsins undir hernámi, þar sem ógnin er viðvarandi og árásir sömuleiðis. Ég lýk greininni með ljóði úr fyrstu bók Mosab Abu Toha og mæli eindregið með að fólk lesi og kynni sér verk hans. Það er líklega fátt sem ég og þú getum gert við þessum hrottaskap og afmennskun sem á sér stað í Palestínu í dag en við getum séð, lesið, dreift reynslu þeirra og staðfest tilvist þeirra. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar