Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya og Sigurvin Lárus Jónsson skrifa 27. mars 2025 11:31 Um þessar mundir halda múslimar um allan heim Ramadan, föstumánuð, sem endar í lok marsmánaðar á Eid al-Fitr hátíðinni. Máltíðir skipta múslima miklu máli þennan tíma, en að lokinni föstu frá sólarupprás til sólarlags, er fastan rofin með sameiginlegri máltíð – iftar. Að sitja við sama borð Kristni og íslam eiga það sameiginlegt að leggja með ólíkum hætti áherslu á máltíðir, en það er sammannlegt að í gegnum samfélag við veisluborð myndast vinátta og skilningur. Við sem þetta skrifum erum annarsvegar prestur og hinsvegar formaður félagsskapar sem kallast Horizon og er hluti af þverþjóðlegri hreyfingu (Dialogue Forum) þar sem kallað er til samtals, vináttu og skilnings á milli múslima og kristinna, m.a. í gegnum máltíðir. Áhrif þessarar hreyfingar nær langt útfyrir uppruna sinn og hafa kristnir menn á Vesturlöndum víða tekið slíkum samtalsmáltíðum opnum örmum, enda mjög í anda kærleiksmáltíða sem kristnir menn hafa kallað til frá upphafi. Tvö nýleg dæmi eru bók eftir lúterskan guðfræðing, Jon Pahl, sem hefst á frásögn af því þegar höfundi var boðið til iftar máltíðar í Pennsilvaníu á vegum Dialogue Forum í október 2006. Höfundur lýsir því hvernig að viðhorf hans til múslima, sem áður litaðist af eftirmálum 11. september 2001, hafi í einni máltíð breyst. Í kjölfarið hefur hann rannsakað kristni og íslam í Bandaríkjunum með áherslu á samtal og skilning en einföld máltíð „breytti lífi hans til batnaðar“. Hin bókin er eftir kaþólskan guðfræðing, Pim Valkenberg, sem líkt og sá fyrrnefndi lýsir upplifun sinni af iftar máltíð í Hollandi á vegum systursamtakanna Dialogue Foundation. Bók hans fjallar um hvað kaþólska kirkjan geti lagt til og lært af múslimum um samtal ólíkra hópa í gegnum máltíðir. Iftar í Garðabæ 2025 Þann 9. mars síðastliðinn hélt Félag Horizon „Ramadan Dinner“ í skátaheimilinu í Garðabæ, þar sem Íslendingum var boðið til iftar máltíðar með múslimum, sem flest eru af tyrkneskum og kúrdískum uppruna. Markmiðið var að skapa samtal, og þar tóku til máls, auk gestgjafa úr Horizon, Elíza Reid, fyrrverandi forsetafrú, og greinarhöfundar. Kvöldið hófst á fræðslu um Ramadan og merkingu föstumánaðarins fyrir múslima og síðan var kallað til bæna, sem þýddi að rjúfa mætti föstu og hefja veisluna. Á boðstólnum voru fjölbreyttir tyrkneskir réttir og fólk naut þess að bragða á mat frá sínu heimalandi og Íslendingar að kynnast framandi matarmenningu. Framsögurnar orðuðu mikilvægi þess að koma saman til að rækta vináttu, að sameinast um að breiða út boðskap gagnkvæmrar virðingar í samfélaginu og að bjóða alla velkomna að borðinu. Sjálfboðaliðar inntu af hendi þjónustu við matargerð og framreiðslu, en sum þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Hápunktar kvöldsins voru tónlistaratriði, sem annarsvegar ungt fólk í Horizon flutti, og hinsvegar lagið Ramadan í Reykjavík, sem Bergsteinn Björgúlfsson söng í fyrsta sinn opinberlega. Lagið er danskt en textinn staðfærður og fangar reynslu múslima af því að fasta á Íslandi. Kvöldinu lauk á léttum nótum með Kahoot-spurningaleik um samtal, ást og virðingu. Máltíðir í íslam og kristni Þó kristni og íslam séu ólík trúarbrögð, eiga þau sameiginlegar rætur í Biblíunni og hafa að andlagi sama Guð, „Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs“. Því til stuðnings má nefna að orðið Allah er ekki sérnafn, heldur merkir einfaldlega (hinn eini) Guð, og arabískumælandi kristnir biðja til Allah. Þá hafa fjölmargar kirkjudeildir gefið út yfirlýsingar þess efnis, þar með talin kaþólska kirkjan, sem segir múslima og kristna eiga það sameiginlegt að tigna „hinn eina, náðuga Guð“. Frumkirkjan byggði trúarlíf sitt að miklu leyti á máltíðum, og kirkjubyggingar um allan heim hafa altari að andlagi, borð sem búið er til þakkarmáltíðar. Í frásögnum guðspjallanna borðar Jesús ítrekað með þeim sem samferðamenn hans höfðu fordóma gagnvart og var hæddur fyrir vikið. Í Pálsbréfum og Postulasögunni segir að hin frumkristna hreyfing hafi haft máltíðir í forgrunni á samkomum sínum, þar sem þau „brutu brauð í heimahúsum, [og] neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans“. Þessar kærleiksmáltíðir, agape-veislur, voru vettvangur þar sem kristnir menn gátu þétt raðirnar og öðlast tækifæri til að sýna kærleika í verki með því að bjóða þurfandi og þeim sem ekki tilheyrðu hreyfingunni til borðs. Í íslam eru margar hefðir um máltíðir aðrar en iftar máltíðin, og má þar nefna Ashura máltíð sem Félag Horizon hefur haldið hérlendis, m.a. í Neskirkju. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Ashura er þannig tækifæri til að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Í nágrannalöndum okkar er víða að finna dæmi um iftar-máltíðir, þar sem samfélaginu öllu er boðið að taka þátt. Dæmi um slíkar máltíðir eru kærleiks-iftar, sem haldnar er í Glasgow, opið iftar í Windsor konungshöllinni í London, sem haldið var fyrr í þessum mánuði, og í Danmörku getur þú skráð þig á lista og fengið iftar-heimboð til fjölskyldu. Stærsta hátíðin er síðan Eid al-Fitr, sem haldin verður þegar sést til tungls í lok mars. Á þeirri hátíð er algengt að bjóða samfélaginu öllu að taka þátt í veislunni, en mikilvægastar eru þó samverustundir með fjölskyldu og ástvinum, eins og Íslendingar þekkja á jólum. Að sitja við sama borð Hugmyndin að baki Félagi Horizon og systurhreyfingum þess er samfélag og þjónusta og í þeim anda var boðið til iftar máltíðar í Garðabænum. Múslimar buðu til veislu, til að styrkja vináttubönd og stuðla að friðsamlegu samstarfi múslima og kristinna á Íslandi. Á íslensku eigum við orðtakið „að sitja við sama borð“, um það þegar sanngirni og réttlæti ríkir í samfélaginu, og þar eigum við því miður langt í land. Fordómar og andúð í garð múslima eru útbreiddir í Evrópu og fara vaxandi, og nokkrar lokaritgerðir við Háskóla Íslands hafa fjallað um íslenskar aðstæður, m.a. viðtalsrannsókn við konur á Íslandi sem bera slæðu og af upplifun múslima af andúð í sinn garð. Múslimar á Íslandi eiga að sitja við sama borð og innfæddir og það setur svip sinn á veisluhöldin, þegar það næst ekki. Trúfrelsi er grundvallarmannréttindi og í sinni fegurstu mynd er það grundvöllur samfélags, þar sem við megum hvort um sig iðka þá trú sem við eigum, með kross um hálsinn eða slæðu á höfði. Að sitja við sama borð er að sameinast um þá hugsjón að íslenskt samfélag sé fyrir alla og leiðin þangað er þekking, skilningur og sameiginlegar máltíðir sem styrkja vináttubönd. Við óskum múslimum á Íslandi gæfuríkrar Ramadan, „Ramadan Kareem“, og þegar að Eid al-Fitr kemur, blessaðrar hátíðar, „Eid Mubarak“. Hilal Kücükakin Kizilkaya, kennari og formaður Félags Horizon. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir halda múslimar um allan heim Ramadan, föstumánuð, sem endar í lok marsmánaðar á Eid al-Fitr hátíðinni. Máltíðir skipta múslima miklu máli þennan tíma, en að lokinni föstu frá sólarupprás til sólarlags, er fastan rofin með sameiginlegri máltíð – iftar. Að sitja við sama borð Kristni og íslam eiga það sameiginlegt að leggja með ólíkum hætti áherslu á máltíðir, en það er sammannlegt að í gegnum samfélag við veisluborð myndast vinátta og skilningur. Við sem þetta skrifum erum annarsvegar prestur og hinsvegar formaður félagsskapar sem kallast Horizon og er hluti af þverþjóðlegri hreyfingu (Dialogue Forum) þar sem kallað er til samtals, vináttu og skilnings á milli múslima og kristinna, m.a. í gegnum máltíðir. Áhrif þessarar hreyfingar nær langt útfyrir uppruna sinn og hafa kristnir menn á Vesturlöndum víða tekið slíkum samtalsmáltíðum opnum örmum, enda mjög í anda kærleiksmáltíða sem kristnir menn hafa kallað til frá upphafi. Tvö nýleg dæmi eru bók eftir lúterskan guðfræðing, Jon Pahl, sem hefst á frásögn af því þegar höfundi var boðið til iftar máltíðar í Pennsilvaníu á vegum Dialogue Forum í október 2006. Höfundur lýsir því hvernig að viðhorf hans til múslima, sem áður litaðist af eftirmálum 11. september 2001, hafi í einni máltíð breyst. Í kjölfarið hefur hann rannsakað kristni og íslam í Bandaríkjunum með áherslu á samtal og skilning en einföld máltíð „breytti lífi hans til batnaðar“. Hin bókin er eftir kaþólskan guðfræðing, Pim Valkenberg, sem líkt og sá fyrrnefndi lýsir upplifun sinni af iftar máltíð í Hollandi á vegum systursamtakanna Dialogue Foundation. Bók hans fjallar um hvað kaþólska kirkjan geti lagt til og lært af múslimum um samtal ólíkra hópa í gegnum máltíðir. Iftar í Garðabæ 2025 Þann 9. mars síðastliðinn hélt Félag Horizon „Ramadan Dinner“ í skátaheimilinu í Garðabæ, þar sem Íslendingum var boðið til iftar máltíðar með múslimum, sem flest eru af tyrkneskum og kúrdískum uppruna. Markmiðið var að skapa samtal, og þar tóku til máls, auk gestgjafa úr Horizon, Elíza Reid, fyrrverandi forsetafrú, og greinarhöfundar. Kvöldið hófst á fræðslu um Ramadan og merkingu föstumánaðarins fyrir múslima og síðan var kallað til bæna, sem þýddi að rjúfa mætti föstu og hefja veisluna. Á boðstólnum voru fjölbreyttir tyrkneskir réttir og fólk naut þess að bragða á mat frá sínu heimalandi og Íslendingar að kynnast framandi matarmenningu. Framsögurnar orðuðu mikilvægi þess að koma saman til að rækta vináttu, að sameinast um að breiða út boðskap gagnkvæmrar virðingar í samfélaginu og að bjóða alla velkomna að borðinu. Sjálfboðaliðar inntu af hendi þjónustu við matargerð og framreiðslu, en sum þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Hápunktar kvöldsins voru tónlistaratriði, sem annarsvegar ungt fólk í Horizon flutti, og hinsvegar lagið Ramadan í Reykjavík, sem Bergsteinn Björgúlfsson söng í fyrsta sinn opinberlega. Lagið er danskt en textinn staðfærður og fangar reynslu múslima af því að fasta á Íslandi. Kvöldinu lauk á léttum nótum með Kahoot-spurningaleik um samtal, ást og virðingu. Máltíðir í íslam og kristni Þó kristni og íslam séu ólík trúarbrögð, eiga þau sameiginlegar rætur í Biblíunni og hafa að andlagi sama Guð, „Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs“. Því til stuðnings má nefna að orðið Allah er ekki sérnafn, heldur merkir einfaldlega (hinn eini) Guð, og arabískumælandi kristnir biðja til Allah. Þá hafa fjölmargar kirkjudeildir gefið út yfirlýsingar þess efnis, þar með talin kaþólska kirkjan, sem segir múslima og kristna eiga það sameiginlegt að tigna „hinn eina, náðuga Guð“. Frumkirkjan byggði trúarlíf sitt að miklu leyti á máltíðum, og kirkjubyggingar um allan heim hafa altari að andlagi, borð sem búið er til þakkarmáltíðar. Í frásögnum guðspjallanna borðar Jesús ítrekað með þeim sem samferðamenn hans höfðu fordóma gagnvart og var hæddur fyrir vikið. Í Pálsbréfum og Postulasögunni segir að hin frumkristna hreyfing hafi haft máltíðir í forgrunni á samkomum sínum, þar sem þau „brutu brauð í heimahúsum, [og] neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans“. Þessar kærleiksmáltíðir, agape-veislur, voru vettvangur þar sem kristnir menn gátu þétt raðirnar og öðlast tækifæri til að sýna kærleika í verki með því að bjóða þurfandi og þeim sem ekki tilheyrðu hreyfingunni til borðs. Í íslam eru margar hefðir um máltíðir aðrar en iftar máltíðin, og má þar nefna Ashura máltíð sem Félag Horizon hefur haldið hérlendis, m.a. í Neskirkju. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Ashura er þannig tækifæri til að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Í nágrannalöndum okkar er víða að finna dæmi um iftar-máltíðir, þar sem samfélaginu öllu er boðið að taka þátt. Dæmi um slíkar máltíðir eru kærleiks-iftar, sem haldnar er í Glasgow, opið iftar í Windsor konungshöllinni í London, sem haldið var fyrr í þessum mánuði, og í Danmörku getur þú skráð þig á lista og fengið iftar-heimboð til fjölskyldu. Stærsta hátíðin er síðan Eid al-Fitr, sem haldin verður þegar sést til tungls í lok mars. Á þeirri hátíð er algengt að bjóða samfélaginu öllu að taka þátt í veislunni, en mikilvægastar eru þó samverustundir með fjölskyldu og ástvinum, eins og Íslendingar þekkja á jólum. Að sitja við sama borð Hugmyndin að baki Félagi Horizon og systurhreyfingum þess er samfélag og þjónusta og í þeim anda var boðið til iftar máltíðar í Garðabænum. Múslimar buðu til veislu, til að styrkja vináttubönd og stuðla að friðsamlegu samstarfi múslima og kristinna á Íslandi. Á íslensku eigum við orðtakið „að sitja við sama borð“, um það þegar sanngirni og réttlæti ríkir í samfélaginu, og þar eigum við því miður langt í land. Fordómar og andúð í garð múslima eru útbreiddir í Evrópu og fara vaxandi, og nokkrar lokaritgerðir við Háskóla Íslands hafa fjallað um íslenskar aðstæður, m.a. viðtalsrannsókn við konur á Íslandi sem bera slæðu og af upplifun múslima af andúð í sinn garð. Múslimar á Íslandi eiga að sitja við sama borð og innfæddir og það setur svip sinn á veisluhöldin, þegar það næst ekki. Trúfrelsi er grundvallarmannréttindi og í sinni fegurstu mynd er það grundvöllur samfélags, þar sem við megum hvort um sig iðka þá trú sem við eigum, með kross um hálsinn eða slæðu á höfði. Að sitja við sama borð er að sameinast um þá hugsjón að íslenskt samfélag sé fyrir alla og leiðin þangað er þekking, skilningur og sameiginlegar máltíðir sem styrkja vináttubönd. Við óskum múslimum á Íslandi gæfuríkrar Ramadan, „Ramadan Kareem“, og þegar að Eid al-Fitr kemur, blessaðrar hátíðar, „Eid Mubarak“. Hilal Kücükakin Kizilkaya, kennari og formaður Félags Horizon. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun