Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifa 27. mars 2025 11:01 Svæðið í kringum Háskóla Íslands hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Þær breytingar sem þar hafa orðið eru afar jákvæðar, ekki aðeins fyrir háskólasamfélagið og stúdenta heldur einnig fyrir borgina og samfélagið í heild. Háskólar gegna lykilhlutverki í þróun samfélaga með því að stuðla að nýsköpun, efnahagslegum vexti og menntun. Í kringum Háskóla Íslands hefur byggst upp þorp stúdenta á Stúdentagörðum og háskólasvæðið hefur stækkað t.a.m. með Hótel Sögu sem hýsa á menntavísindasvið og Grósku, sem er miðstöð nýsköpunar. Með vaxandi byggð og fjölgun stúdenta og fyrirtækja á svæðinu er mikilvægt að huga að því að skipulag svæðisins sé notendavænt og öruggt. Stúdentar hafa þá kallað eftir ýmsum úrbótum á svæðinu. Borgarfulltrúar Framsóknar vilja styðja við áframhaldandi jákvæða þróun háskólasamfélagsins og hafa lagt fram þrjár tillögur í umhverfis- og skipulagsráði sem miða að því að skapa öruggara og notendavænna háskólasvæði. Bættar almenningssamgöngur frá Háskóla Íslands að lágvöruverslun Í fyrsta lagi, leggur Framsókn til að því verði beint til Strætó að leiðakerfinu verði breytt þannig að það tryggi aðgengi stúdenta sem búa á stúdentagörðum við Háskóla Íslands að lágvöruverslunum við Granda. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir bættum almenningssamgöngum og að almenningssamgöngur séu raunhæfur valkostur fyrir stúdenta. Í dag eru almenningssamgöngur við stúdentagarða Félagsstofnunar Stúdenta við Háskóla Íslands ótengdar við lágvöruverslanir. Íbúar svæðisins sækja ýmsa verslun og þjónustu á Granda en þar eru meðal annars staðsettar lágvöruverslanir. Hið sama á við íbúa Vesturbæjar en í því hverfi er ekki rekin lágvöruverslun. Breyting á leiðakerfi strætó á þann veg að strætó stoppi í nálægð við Háskóla Íslands og fari út á Granda myndi bæta aðgengi íbúa svæðisins að þeim verslunarkjarna sem þar hefur byggst upp. Mikilvægt er að bæta aðgengi stúdenta að lágvöruverslun enda er það hópur sem að jafnaði er lágtekjuhópur. Einnig er vert að taka fram að sá hópur sem ferðast minnst með bíl er á aldrinum 18-24 ára en það er jafnframt sá aldurshópur sem ferðast mest með almenningssamgöngum í Reykjavíkurborg samkvæmt ferðavenjukönnun sem gerð var árið 2024. Ef horft er til búsetu kemur þá fram að íbúar Mið- og Vesturbæjar eru ólíklegastir til að ferðast með bíl en líklegastir til að ferðast með almenningssamgöngum samkvæmt sömu könnun. Bætt strætóskýli við Háskóla Íslands Í öðru lagi, leggur Framsókn til að umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar verið falið að vinna tillögur að bættum strætóskýlum við Háskóla Íslands með það að markmiði að bæta upplifun á almenningssamgöngum. Lagt er til að sviðið kanni sérstaklega hvort mögulegt er að hafa þau upphituð á meðan strætó gengur og þannig uppsett að þau veiti aukið skjól frá veðri og vindum. Þá leggjum við áherslu á að í þeirri vinnu verði haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands. Íslenskt veðurfar er krefjandi og því er mikilvægt að strætóskýli veiti skjól gegn veðri og vindum á meðan beðið er eftir strætó. Við Háskóla Íslands eru nokkur strætóskýli sem eru mikið notuð af stúdentum sem bíða eftir næsta strætó. Á árum áður var strætóskýli við Háskóla Íslands við Hringbraut upphitað en því var hætt fyrir þó nokkru síðan. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Reykjavíkurborg komi upp upphituðum og skjólgóðum strætóskýlum á Háskólasvæðinu en Stúdentaráð telur að upphituð skýli myndu bæta upplifun stúdenta á almenningssamgöngum og stuðla að frekari notkun þeirra. Undirgöng á gatnamótum Sæmundargötu og Hringbrautar Í þriðja lagi, leggur Framsókn til að umhverfis- og skipulagssvið hefji, í samstarfi við Vegagerðina, skipulagningu á undirgöngum undir Hringbraut við gatnamót Sæmundargötu og Hringbrautar. Stúdentaráð hefur kallað eftir auknu öryggi fyrir gangandi vegfarendur við gatnamótin þar sem mikill fjöldi nemenda styttir sér leið yfir Hringbraut á þessum stað. Undirgöng myndu bæði auka öryggi og bæta tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eru á leið frá Háskóla Íslands í átt að miðbænum. Meirihlutinn hefur hins vegar lagt til að þar verði skipulögð þverun og umferðarljósum komið upp. Slík útfærsla myndi bitna á flæði bílaumferðar inn í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnes. Auk þess hefur lögreglan sett sig á móti gönguljósum á þessum stað. Tillagan er því lögð fram til að koma til móts við kröfur stúdenta um göngu- og hjólaleið við gatnamótin og auka öryggi vegfaranda, án þess að það bitni á flæði umferðar. Við tökum vel á móti öllum ábendingum sem stuðla að bættu skipulagi svæðisins sem og annara svæða í borginni og hvetjum íbúa til að hafa samband við okkur eða borgina í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar, https://reykjavik.is/abendingar Höfundar eru borgarfulltrúar Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Svæðið í kringum Háskóla Íslands hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Þær breytingar sem þar hafa orðið eru afar jákvæðar, ekki aðeins fyrir háskólasamfélagið og stúdenta heldur einnig fyrir borgina og samfélagið í heild. Háskólar gegna lykilhlutverki í þróun samfélaga með því að stuðla að nýsköpun, efnahagslegum vexti og menntun. Í kringum Háskóla Íslands hefur byggst upp þorp stúdenta á Stúdentagörðum og háskólasvæðið hefur stækkað t.a.m. með Hótel Sögu sem hýsa á menntavísindasvið og Grósku, sem er miðstöð nýsköpunar. Með vaxandi byggð og fjölgun stúdenta og fyrirtækja á svæðinu er mikilvægt að huga að því að skipulag svæðisins sé notendavænt og öruggt. Stúdentar hafa þá kallað eftir ýmsum úrbótum á svæðinu. Borgarfulltrúar Framsóknar vilja styðja við áframhaldandi jákvæða þróun háskólasamfélagsins og hafa lagt fram þrjár tillögur í umhverfis- og skipulagsráði sem miða að því að skapa öruggara og notendavænna háskólasvæði. Bættar almenningssamgöngur frá Háskóla Íslands að lágvöruverslun Í fyrsta lagi, leggur Framsókn til að því verði beint til Strætó að leiðakerfinu verði breytt þannig að það tryggi aðgengi stúdenta sem búa á stúdentagörðum við Háskóla Íslands að lágvöruverslunum við Granda. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir bættum almenningssamgöngum og að almenningssamgöngur séu raunhæfur valkostur fyrir stúdenta. Í dag eru almenningssamgöngur við stúdentagarða Félagsstofnunar Stúdenta við Háskóla Íslands ótengdar við lágvöruverslanir. Íbúar svæðisins sækja ýmsa verslun og þjónustu á Granda en þar eru meðal annars staðsettar lágvöruverslanir. Hið sama á við íbúa Vesturbæjar en í því hverfi er ekki rekin lágvöruverslun. Breyting á leiðakerfi strætó á þann veg að strætó stoppi í nálægð við Háskóla Íslands og fari út á Granda myndi bæta aðgengi íbúa svæðisins að þeim verslunarkjarna sem þar hefur byggst upp. Mikilvægt er að bæta aðgengi stúdenta að lágvöruverslun enda er það hópur sem að jafnaði er lágtekjuhópur. Einnig er vert að taka fram að sá hópur sem ferðast minnst með bíl er á aldrinum 18-24 ára en það er jafnframt sá aldurshópur sem ferðast mest með almenningssamgöngum í Reykjavíkurborg samkvæmt ferðavenjukönnun sem gerð var árið 2024. Ef horft er til búsetu kemur þá fram að íbúar Mið- og Vesturbæjar eru ólíklegastir til að ferðast með bíl en líklegastir til að ferðast með almenningssamgöngum samkvæmt sömu könnun. Bætt strætóskýli við Háskóla Íslands Í öðru lagi, leggur Framsókn til að umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar verið falið að vinna tillögur að bættum strætóskýlum við Háskóla Íslands með það að markmiði að bæta upplifun á almenningssamgöngum. Lagt er til að sviðið kanni sérstaklega hvort mögulegt er að hafa þau upphituð á meðan strætó gengur og þannig uppsett að þau veiti aukið skjól frá veðri og vindum. Þá leggjum við áherslu á að í þeirri vinnu verði haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands. Íslenskt veðurfar er krefjandi og því er mikilvægt að strætóskýli veiti skjól gegn veðri og vindum á meðan beðið er eftir strætó. Við Háskóla Íslands eru nokkur strætóskýli sem eru mikið notuð af stúdentum sem bíða eftir næsta strætó. Á árum áður var strætóskýli við Háskóla Íslands við Hringbraut upphitað en því var hætt fyrir þó nokkru síðan. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Reykjavíkurborg komi upp upphituðum og skjólgóðum strætóskýlum á Háskólasvæðinu en Stúdentaráð telur að upphituð skýli myndu bæta upplifun stúdenta á almenningssamgöngum og stuðla að frekari notkun þeirra. Undirgöng á gatnamótum Sæmundargötu og Hringbrautar Í þriðja lagi, leggur Framsókn til að umhverfis- og skipulagssvið hefji, í samstarfi við Vegagerðina, skipulagningu á undirgöngum undir Hringbraut við gatnamót Sæmundargötu og Hringbrautar. Stúdentaráð hefur kallað eftir auknu öryggi fyrir gangandi vegfarendur við gatnamótin þar sem mikill fjöldi nemenda styttir sér leið yfir Hringbraut á þessum stað. Undirgöng myndu bæði auka öryggi og bæta tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eru á leið frá Háskóla Íslands í átt að miðbænum. Meirihlutinn hefur hins vegar lagt til að þar verði skipulögð þverun og umferðarljósum komið upp. Slík útfærsla myndi bitna á flæði bílaumferðar inn í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnes. Auk þess hefur lögreglan sett sig á móti gönguljósum á þessum stað. Tillagan er því lögð fram til að koma til móts við kröfur stúdenta um göngu- og hjólaleið við gatnamótin og auka öryggi vegfaranda, án þess að það bitni á flæði umferðar. Við tökum vel á móti öllum ábendingum sem stuðla að bættu skipulagi svæðisins sem og annara svæða í borginni og hvetjum íbúa til að hafa samband við okkur eða borgina í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar, https://reykjavik.is/abendingar Höfundar eru borgarfulltrúar Framsóknar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun