Minnist móður sinnar sem lést í morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2025 10:41 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er full af þakklæti þegar hún minnist móður sinnar. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar minnist móður sinnar Katrínar Arason sem kvaddi í morgun á hundraðasta aldursári. „Í morgunsárið kvaddi mamma og hélt til fundar við pabba og Kaju. Ég veit að það verða langþráðir endurfundir og ekki verður leiðinlegt á þeim bænum. Svo munu þau fylgjast vel með öllu sínu fólki. Og skála kannski i koníaki. Við Kaja ræddum það gjarnan hversu lánsamar við vorum með foreldra. Ástrík, umvefjandi, hvetjandi. Voru ófeimin alla tíð við að segja að þau elskuðu okkur,“ segir Þorgerður Katrín í færslu á Facebook. Faðir Þorgerðar, stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson, féll frá árið 2016 þegar hann var níræður. Karitas H. Gunnarsdóttir, systir Þorgerðar Katrínar og kölluð Kaja, féll frá árið 2022 langt fyrir aldur fram. „Mamma tók utan um okkur öll. Með mestu seigluna og styrkinn þegar á þurfti að halda. Var okkar stoð og stytta. Sagði okkur alltaf að halda áfram. Vera sjálfstæðar. Sýndi umburðarlyndi og hló að bullinu í okkur. Svo var það þessi endalausa hlýja, eiginlega áþreifanleg ást. Og það sem hún var stolt af barnabörnunum sínum og öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.“ Hún hafi alla tíð skriðið upp í til mömmu. „Er ófeimin að viðurkenna það. Það gerði ég líka í morgun og hélt utan um hana eins og hún gerði allt mitt líf. Ég sakna þeirra allra, litlu fjölskyldunnar minnar, en mikið er undurgott að vita af þeim saman. Við hin höldum að sjálfsögðu áfram. Mamma hefði ekki viljað hafa það öðruvísi.“ Þorgerður Katrín þakkar starfsfólki Hrafnistu á Ölduhrauni mikla umhyggju, greiðasemi og fallegt utanumhald. „Það hefur verið ómetanlegt.“ Andlát Viðreisn Alþingi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Í morgunsárið kvaddi mamma og hélt til fundar við pabba og Kaju. Ég veit að það verða langþráðir endurfundir og ekki verður leiðinlegt á þeim bænum. Svo munu þau fylgjast vel með öllu sínu fólki. Og skála kannski i koníaki. Við Kaja ræddum það gjarnan hversu lánsamar við vorum með foreldra. Ástrík, umvefjandi, hvetjandi. Voru ófeimin alla tíð við að segja að þau elskuðu okkur,“ segir Þorgerður Katrín í færslu á Facebook. Faðir Þorgerðar, stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson, féll frá árið 2016 þegar hann var níræður. Karitas H. Gunnarsdóttir, systir Þorgerðar Katrínar og kölluð Kaja, féll frá árið 2022 langt fyrir aldur fram. „Mamma tók utan um okkur öll. Með mestu seigluna og styrkinn þegar á þurfti að halda. Var okkar stoð og stytta. Sagði okkur alltaf að halda áfram. Vera sjálfstæðar. Sýndi umburðarlyndi og hló að bullinu í okkur. Svo var það þessi endalausa hlýja, eiginlega áþreifanleg ást. Og það sem hún var stolt af barnabörnunum sínum og öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.“ Hún hafi alla tíð skriðið upp í til mömmu. „Er ófeimin að viðurkenna það. Það gerði ég líka í morgun og hélt utan um hana eins og hún gerði allt mitt líf. Ég sakna þeirra allra, litlu fjölskyldunnar minnar, en mikið er undurgott að vita af þeim saman. Við hin höldum að sjálfsögðu áfram. Mamma hefði ekki viljað hafa það öðruvísi.“ Þorgerður Katrín þakkar starfsfólki Hrafnistu á Ölduhrauni mikla umhyggju, greiðasemi og fallegt utanumhald. „Það hefur verið ómetanlegt.“
Andlát Viðreisn Alþingi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira