Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 11:06 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heldur því fram að það sé uppi á borðinu að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar sem liggja til meginlands Evrópu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira