Um er að ræða heimildarþáttaröð sem fylgir lífi Viktors, 35 ára hjúkrunarfræðings sem hefur tileinkað sér fegrunaraðgerðir frá unga aldri. Í þáttunum er dregin upp einlæg og djörf mynd af manni sem glímir við áhrif samfélagslegra væntinga á sjálfsmynd sína.
Brot úr fyrsta þætti má sjá að neðan.
Í fyrsta þætti er Viktor að undirbúa sig fyrir sína aðra nefaðgerð en hann fór í þá fyrstu fyrir tíu árum. Þessi aðgerð er þónokkuð flókinn þar sem áður hefur verið ráðist í aðgerð á svæðinu. Því kostar hún 1,8 milljónir króna.
Lýtalæknirinn dr. Mahmet Kiral framkvæmir aðgerðina í Istanbúl í Tyrklandi og flaug Viktor út með móður sinni sem studdi hann í gegnum ferlið.
Rætt var við Viktor í Íslandi í dag í gær.