Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2025 12:33 Arnór tók lífið í gegn eftir áfallið. Kaflaskil urðu í lífi Arnórs Sveinssonar fyrir um fimmtán árum þegar að hann missti náinn frænda sinn í djammferð áhafnar sem þeir tilheyrðu báðir. Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson) Heilsa Ísland í dag Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Sjá meira
Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson)
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Sjá meira