Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2025 12:33 Arnór tók lífið í gegn eftir áfallið. Kaflaskil urðu í lífi Arnórs Sveinssonar fyrir um fimmtán árum þegar að hann missti náinn frænda sinn í djammferð áhafnar sem þeir tilheyrðu báðir. Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson) Heilsa Ísland í dag Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira
Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson)
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira