„Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. mars 2025 22:10 Hulda Björk er fyrirliði Grindavíkur og fór fyrir stigaskorinu í kvöld Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90. Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira