Körfubolti

„Það er fjand­skapur þarna á milli sem er óút­skýrður“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það verður hart barist í kvöld.
Það verður hart barist í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Er eitthvað betra en smellurinn og hljóðið sem gosið gefur frá sér þegar maður opnar ískalda gosdós? Mögulega ekki en að heyra strax á eftir seiðandi rödd Pavel Ermolinskij ræða körfubolta gerir upplifunina samt svo miklu, já miklu, betri.

„Nú erum við búnir að standa þetta af okkur, 22 umferðir. Í hverri viku þurfum við að koma hingað og útskýra af hverju þetta er mikilvægasta umferðin, enn og aftur gerum við það. Þetta er mikilvægasta umferðin, mikið undir og við erum að fá Tindastól á móti Val. Sem eru orðnir erkifjendur ef svo má segja,“ segir Pavel í upphitun GAZins fyrir leik Stólanna og Vals í þessari mikilvægustu umferð Bónus deildar karla í körfubolta á leiktíðinni.

Klippa: Pavel og Helgi Már hita upp fyrir mikilvægustu umferð deildarinnar

Pavel hefur verið beggja megin borðs þegar kemur að Tindastól og Val. Hann þjálfaði að sjálfsögðu Tindastól, og gerði liðið að Íslandsmeisturum, á meðan hann lék áður með Val, sem hann gerði einnig að Íslandsmeisturum.

„Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður, hann er þarna,“ bætir Pavel við. Hér að ofan má sjá Pavel og Helga Má Magnússon hita upp fyrir leik Tindastóls og Vals sem eru nýkrýndir bikarmeistarar. 

Hér að neðan má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í kringum lokaumferðina en þar verður fylgst vel með öllu þar sem enn er alls óvíst hvaða lið stendur uppi sem Íslandsmeistari og hvaða lið komast yfir höfuð í úrslitakeppnina.

Stöð 2 Sport 

  • 18.45 GAZið: Upphitun
  • 19.00 Skiptiborðið
  • 21.15 Tilþrifin

Stöð 2 Sport 5

  • 19.05 Þór Þorlákshöfn (10. sæti) gegn Keflavík (9. sæti)

Stöð 2 Sport 6

  • 19.05 Stjarnan (2. sæti) gegn Njarðvík (3. sæti)

Bónus deildin 1

  • 19:10 GAZ: Tindastóll (1. sæti) gegn Valur (4. sæti)

Bónus deildin 2

  • 19:10 Grindavík (6. sæti) gegn KR (8. sæti)

Bónus deildin 3

  • 19:10 Haukar (12. sæti) gegn ÍR (7. sæti)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×