Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun