Bjarki Már skoraði átta mörk í leiknum sem Veszprém vann 38-29. Aron Pálmarsson lék ekki með þar sem hann hefur verið frá vegna meiðsla.
Veszprém er sem fyrr á toppi deildarinnar í Ungverjalandi, nú með 38 stig að loknum 20 leikjum.
Í Svíþjóð mættust Sävehof og Karlskrona í 8-liða úrslitum Svíþjóðarmótsins. Lokatölur 28-2 og Sävehof í góðum málum. Hinn færeyski Óli Mittún var allt í öllu í sigurliðinu með 10 mörk. Tryggvi Þórisson komst ekki á blað. Hjá Karlskrona skoraði Ólafur Guðmundsson fjögur mörk og Dagur Sverrir Kristjánsson gerði eitt mark.
Á sama tíma máttu Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar hans í Kristianstad þola tap á heimavelli gegn Hammarby, lokatölur 25-27. Einar Bragi skoraði eitt mark í leiknum. Um var að ræða fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.
Í Danmörku varði Elín Jóna Þorsteinsdóttir fjögur skot þegar Árósir töpuðu með minnsta mun gegn Horsens á heimavelli, lokatölur 23-24.
Elín Jóna og stöllur sitja í 12. sæti af 14 liðum með 12 stig að loknum 23 leikjum.
