Er um að ræða hina svokölluðu Birkin tösku frá franska tískuhúsinu Hermès en töskuhönnunin er skírð í höfuðið á goðsögninni Jane Birkin sem er hvað þekktust fyrir feril sinn í leiklist og tónlist.
Cardi á fjöldan allan af Birkin töskum en umrædd taska er dökkgul á lit og kostar um átta miljónir króna.
„Sjáiði hvað dóttir mín gerði við töskuna mína! Sjáiði hvað dóttir mín gerði við töskuna mína,“ endurtók Cardi á Instagram síðu sinni þar sem hún sýnir hvernig listrænni dóttur hennar tókst að teikna krúttlegt hjarta beint á rándýrt leðrið.
Þetta virðist þó ekki hafa farið mikið fyrir brjóstið á tónlistarkonunni og sker taskan sig nú enn meira úr í veglegu safninu.