Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 09:20 Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarna mánuði vegna Virðingar sem Efling heldur fram að sé gervistéttarfélag. Vísir/Egill Stéttarfélagið Efling fullyrðir að nýr kjarasamningur veitingamanna við Virðingu sé óhagstæður fyrir þorra starfsfólks veitingahúsa. Tugum þúsunda króna muni á launum samkvæmt samningnum við Virðingu annars vegar og Eflingarsamningnum hins vegar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera „gervistéttarfélag“. Efling og SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Rúmlega fjörutíu þúsund krónum munur á launum almennra veitingahúsastarfsmanna eftir því hvort þeir fá greitt eftir kjarasamningi Virðingar og SVEIT annars vegar og Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Munurinn verður rúmlega 45 þúsund krónur þegar nýr launataxti tekur gildi fyrir eflingarfólks um mánaðamótin samkvæmt tölum sem Efling hefur tekið saman. Virðingarsamningurinn feli í sér umtalsvert lakari launakjör fyrir þorra veitingahúsastarfsfólks þrátt fyrir að dagvinnutaxti sé lítillega hærri en í kjarasamningi Eflingar. Ástæðan sé sú að samkvæmt samningi Virðingar sé dagvinnutími lengdur um þrjár klukkustundir á hverjum degi. Þannig sé greitt fyrir dagvinnu á milli klukkan 17:00 og 20:00 eftir samningi Virðingar en yfirvinna eftir samningi Eflingar. Þá sé álagsprósenta fyrir kvöld- og helgarvinnu lægri hjá Virðingu en Eflingu. Heldur Efling því enn fram að kjarasamningur Virðingar og SVEIT sé ólöglegur þar sem hann feli í sér ólögmætt samráð atvinnurekenda um kaup og kjör starfsmanna sinna. Efling, Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasambandið kvörtuðu undan samráðinu til Samkeppniseftirlitsins fyrr í þessum mánuði. Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kjaramál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Efling og SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Rúmlega fjörutíu þúsund krónum munur á launum almennra veitingahúsastarfsmanna eftir því hvort þeir fá greitt eftir kjarasamningi Virðingar og SVEIT annars vegar og Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Munurinn verður rúmlega 45 þúsund krónur þegar nýr launataxti tekur gildi fyrir eflingarfólks um mánaðamótin samkvæmt tölum sem Efling hefur tekið saman. Virðingarsamningurinn feli í sér umtalsvert lakari launakjör fyrir þorra veitingahúsastarfsfólks þrátt fyrir að dagvinnutaxti sé lítillega hærri en í kjarasamningi Eflingar. Ástæðan sé sú að samkvæmt samningi Virðingar sé dagvinnutími lengdur um þrjár klukkustundir á hverjum degi. Þannig sé greitt fyrir dagvinnu á milli klukkan 17:00 og 20:00 eftir samningi Virðingar en yfirvinna eftir samningi Eflingar. Þá sé álagsprósenta fyrir kvöld- og helgarvinnu lægri hjá Virðingu en Eflingu. Heldur Efling því enn fram að kjarasamningur Virðingar og SVEIT sé ólöglegur þar sem hann feli í sér ólögmætt samráð atvinnurekenda um kaup og kjör starfsmanna sinna. Efling, Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasambandið kvörtuðu undan samráðinu til Samkeppniseftirlitsins fyrr í þessum mánuði.
Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kjaramál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01